Sinisa Bilic í Tindastól

Vertu velkominn Sinisa Bilic eða Dobrodošli svo við séum líka með þetta á slóvensku.
Vertu velkominn Sinisa Bilic eða Dobrodošli svo við séum líka með þetta á slóvensku.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Slóvenann Sinisa Bilic til að spila með liðinu á komandi tímabili. Bilic er fæddur árið 1989 og er öflugur framherji og mun vonandi hjálpa liðinu í vetur. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Slóveninn Sinisa Bilic mun leika með Tindastól í vetur, Bilic er tveggja metra framherji og mun styrkja okkur á báðum endum vallarins.

Bilic er fjölhæfur leikmaður sem getur sett boltann í gólfið og keyrt á körfuna, ásamt því að vera lunkinn þriggja stiga skytta.

Við bjóðum Sinisa Bilic velkominn í hópinn.

Hér er myndband af kappanum.

https://www.youtube.com/watch?v=KJ7YXGfR11g&feature=share&fbclid=IwAR3eccFpEpDdDtbawRXdql_Ui9O6_fkiqjHlczNcWnR9r2QgQEy5LNDiI38

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir