Skotfélagið slæmar fréttir sigurvegarar Jólamóts Molduxa

Skotfélagið slæmar fréttir, sigurvegarar J'olamóts Molduxa 2018. Mynd: PF.
Skotfélagið slæmar fréttir, sigurvegarar J'olamóts Molduxa 2018. Mynd: PF.

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, öðrum degi jóla, í Síkinu á Sauðárkróki, alls 18 lið tóku þátt eða í kringum 150 manns. Í úrslitarimmunni áttust við Skotfélagið slæmar fréttir og Hádegisbolti sem endaði með sigri Skotfélagsins.

Hádegisboltinn varð í öðru sæti Jólamóts Molduxa 2018. Mynd: PF.

Hádegisboltinn varð í öðrusæti Jólamóts Molduxa 2018. 

Jólamót Molduxa hefur verið haldið í aldarfjórðung og er löngu orðinn ómissandi þáttur í jólahaldi Skagfirðinga. Brottfluttir flykkjast heim til að taka þátt og heimamenn láta ekki sitt eftir liggja. Þátttökugjald á hvert lið er 20.000,- krónur sem rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls en liðsmenn meistaraflokka sjá um dómgæslu og unglingadeildin sér um ritaraborðin.

Árið 2015 ákváðu Molduxar að veita sérstaka viðurkenningu, Samfélagsviðurkenningu Molduxa, í upphafi móts til einstaklings sem hefur með dugnaði og áræðni bætt mannlífið í Skagafirði á einhvern hátt og þótti við hæfi að heiðra Hrafnhildi Pétursdóttur nú en hún er sú fjórða í röðinni sem hana hlýtur.

Á Facebooksíðu Molduxa og Jólamóts Molduxa má finna myndir og frekari upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir