Tindastóll fer til Eistlands

Skjáskot af drættinum.
Skjáskot af drættinum.

Nú í hádeginu var dregið í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll sem var í styrkleikaflokki þrjú dróst þar í C-riðil ásamt BC Pärnu Sadam frá Eistland úr styrkleikaflokki eitt og BC Trepca frá Kósóvó úr styrkleikaflokki tvö.

C-riðill
BC Pärnu Sadam (EST)
Tindastóll (ISL)
BC Trepca (KOS)

Leikið verður á heimavelli BC Pärnu Sadam í borginni Pärnu í Eistlandi dagana 3. – 5. október. Pärnu Sports Hall nefnist leikvangurinn og tekur 1820 manns í sæti.

BC Pärnu Sadam urðu í þriðja sæti í efstu deild í Eistlandi á síðasta tímabili en unnu hana tímabilið áður.

BC Trepca urðu í öðru sæti í efstu deild í Kósóvó í fyrra og einnig árið áður.

Dagur Baldvinsson formaður KKD Tindastóls segist ánægður með að riðillinn fari fram í Eistlandi og að það sé fínt ferðalag. Hann telur líklegt að margir Skagfirðingar geri sér ferð út að styðja liðið. „Það er allavegana mikið spurt og mikill áhugi.“

Aðspurður hvort það verði sett saman einhver sér ferð fyrir stuðningsmenn segir hann að það sé verið að skoða það.

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir