Unglingaflokkur tapar fyrir Keflavík

Unglingaflokkur Tindastóls í körfuknattleik karla beið lægri hlut fyrir liði Keflavíkur í Varmahlíð í gær. Liðið er því með tvö stig eftir tvo leiki, samkvæmt heimasíðu Tindastóls.

Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta 12-18 en með góðum varnarleik í öðrum leikhluta komst Tindastóll yfir og leiddi 32-30 í hálfleik. Keflavíkingar voru hins vegar sterkari í síðari hálfleik og sigu fram úr í þriðja leikhluta og unnu að lokum 51-63.

Hjá Tindastól var Ingvi Ingvarsson langstigahæstur með 26 stig. Sigurður Páll Stefánsson var með 7 stig, Pétur Rúnar Birgisson 6, Viðar Ágústsson 6, Þröstur Kárason 2, Friðrik Þór Stefánsson 2 og Páll Bárðarson 2. Aðrir leikmenn Tindastóls voru Agnar Ingimundarson, Árni Freyr Sigurðsson, Finnbogi Bjarnason, Friðrik Hrafn Jóhannsson og Hannes Ingi Másson.

Heimild: Tindastóll.is

Fleiri fréttir