Unglingalandsmótið er frábær vettvangur til þess að prófa nýja hluti og upplifa hin eina sanna ungmennafélagsanda

Frá Unglingalandsmóti á Sauðárkróki. Mynd: Feykir
Frá Unglingalandsmóti á Sauðárkróki. Mynd: Feykir

Fram undan er Unglingalandsmót á Sauðárkróki þar sem mestu máli skiptir að vera með, taka þátt og prófa eitthvað nýtt. Unglingalandsmótið á Sauðárkróki er frábært tækifæri og vettvangur fyrir ungmenni á aldrinum 11-18 ára til þess að velja á milli fjölda íþróttagreina og afþreyingar í heimabyggð.

Gildi UMFÍ eru gleði, traust og samvinna. Allt skipulag og framkvæmd mótsins er unnið eftir þessum gildum. Gildi sem bæta okkur sjálf og allt samfélagið um leið.

Viðburðurinn er stór og undirbúningurinn er mikill. Samvinnan er dýrmæt milli margra aðila, UMSS, sveitafélagsins og allra sjálfboðaliðana sem koma að mótinu. Það eru margar hjálparhendur að leggja hönd á plóg þessa daga í undirbúningi til þess að gera Unglingalandsmótið sem glæsilegast. Það eiga margir eftir að kynnast Skagafirði dagana 3. -6. ágúst og því frábæra framboði af þjónustu, náttúrufegurð, gestrisni og afþreyingu sem hér er að finna.

Við viljum hvetja alla heimamenn til þess að hvetja ungmennin okkar til þess að skrá sig til leiks. Taka þátt og prófa nýjar greinar óhrædd. Mótið er frábært tækifæri til þess að öðlast tækifæri á því að læra, mistakast, verða betri og finna íþróttagleðina sem umvefur mótið.

Við finnum fyrir jákvæðni, krafti og ungmennafélagsanda þessa dagana í Skagafirði.

Á milli keppnisgreina eru að finna vandaða menningardagskrá með flottu tónlistarfólki, kynninga á ólíkum íþróttagreinum ásamt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Hlökkum til að upplifa Unglingalandsmótið með ykkur öllum um verslunarmannahelgina.

 

Pálína Ósk Hraundal
Verkefnastjóri Unglingalandsmótsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir