Úrslit á Íslandsmeistaramótinu í götuhjólreiðum

Mynd af hjolafrettir.is
Mynd af hjolafrettir.is

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum var haldið í gær, sunnudaginn 23. júní,og tók fríður flokkur keppenda þátt í mótinu sem háð var í Skagafirði. Fyrstu keppendurnir voru ræstir frá Sauðárkróki klukkan 7:30 í gærmorgun og lögðu þeir þátttakendur sem lengst fóru að baki 124 km áður en komið var í mark.

Birkir Snær Ingvason fór með sigur af hólmi í götuhjólreiðum karla og náði þar með Íslandsmeistaratitlinum af Ingvari Ómarssyni sem vann titilinn í fyrra. Birkir kom í mark á tímanum 03:15:27, Ingvar varð í öðru sæti, 52 sekúndum á eftir og Hafsteinn Ægir Geirsson í því þriðja, einni mínútu á eftir Birki.

Í kvennaflokki varði Ágústa Edda Björnsdóttir titil sinn sem Íslandsmeistari og kom í mark á tímanum 03:00:34, Bríet Kristý Gunnarsdóttir var 2:31 á eftir henni og Hafdís Sigurðardóttir í þriðja sæti  3:49 á eftir.

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á hjolafrettir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir