Jólamót Molduxa - Myndbönd
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
25.12.2016
kl. 17.56
23. jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið á morgun, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið verður sett með veitingu Samfélagsviðurkenningar Molduxa kl. 10:55 og fyrstu leikir flautaðir á stundvíslega kl. 11:00. Keppt verður í einum flokki, og raðast lið saman eftir styrkleika strax að lokinni fyrstu umferð. Alls hafa 17 lið skráð sig til keppni svo það er ljóst að mikið verður að gerast. Meistaraflokkur Tindastóls sér um dómgæslu og yngri flokkar sjá um ritaraborðin.
Meira