Íþróttir

Salbjörg Ragna er íþróttamaður USVH 2016

Kjöri Íþróttamanns ársins hjá USVH var lýst í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga fimmtudaginn 29. desember. Þar var Salbjörg Ragna Sævarsdóttir körfuknattleikskona hjá Keflavík kjörin Íþróttamaður USVH árið 2016.
Meira

Hard Wok Cafe gefur yngri iðkendum gjafabréf

Á heimasíðu Tindastóls segir að Hard Wok Cafe á Sauðárkróki sé öflugur styrktaraðili körfuknattleiksdeildar Tindastóls en á dögunum fengu iðkendur yngri flokka gjafabréf frá fyrirtækinu.
Meira

Frísklegt sjávarbað á Þrettándanum

Á föstudaginn eru allir hvattir til að fá sér frísklegt sjávarbað á Þrettándanum. Verður komið saman norðan við nýja hafnargarðinn í smábátahöfninni á Sauðárkróki klukkan 12 á hádegi föstudaginn 6. janúar.
Meira

Vel mætt hjá Rúnari Má

Fótboltakappinn Rúnar Már Sigurjónsson var gestur knattspyrnudeildar Tindastóls í Húsi frítímans nú rétt fyrir áramótin. Sagði hann frá knattspyrnuferli sínum og þátttöku hans með landsliðinu á EM í sumar. Fjölmenntu ungir og áhugasamir knattspyrnuiðkendur af báðum kynjum sem vildu heyra hvað atvinnumaðurinn hefði að segja. Rúnar Már dró ekkert undan og var ekkert að fegra lífið í atvinnumennskunni sem getur verið erfitt og einmanalegt á köflum þó margar góðar stundir væri það sem gerði atvinnumennskuna spennandi.
Meira

Á þriðja hundrað þreyttu gamlárshlaup

Vel á þriðja hundrað manns þreyttu gamlárshlaup á Sauðárkróki sem að vanda hófst kl 13 á gamlársdag. Það var Árni Stefánsson, sem haldið hefur úti skokkhóp á staðnum í rúm 20 ár sem ræsti hlaupið með rakettu. Að þessu sinni tóku 269 þátt, sem er örlítið færri en í fyrra en þá var slegið þátttökumet og veður mun betra en í ár.
Meira

Íþróttamanni Skagafjarðar afhentur bikarinn á æfingu – Myndband

Pétur Rúnar Birgisson íþróttamaður Skagafjarðar og Israel Martin besti þjálfarinn að mati dómnefndar voru færðir bikarar og viðurkenningaskjöl á æfingu. Þá fékk meistaraflokkur karla tilnefningu sem lið ársins. Þar sem engin miskunn er gefinn í íþróttunum þegar ná á árangri komust þeir Pétur Rúnar og Israel Martin hvorugur á afhendingu viðurkenninga hjá UMSS í kvöld en athöfnin fór fram í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Eftir að formaður körfuboltadeildarinnar hafði tekið við viðurkenningunum var brugðið á það ráð að fara með góssið á æfingu eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.
Meira

Pétur Rúnar íþróttamaður ársins

Í kvöld fór fram val á íþróttamanni Skagafjarðar í Húsi frítímans á Sauðárkróki að viðstöddu fjölmenni. Fjöldi ungra íþróttakappa fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínum greinum og besti þjálfarinn verðlaunaður sem og besta liðið. Besta liðið að mati valnefndar að þessu sinni var lið meistaraflokks karla í knattspyrnu en það þótti afreka vel í sumar er það færði sig upp um deild og ekki síst fyrir það að liðið sigraði andstæðinga sína 17 leiki í röð á Íslandsmótinu.
Meira

Verður 280 manna þátttökumet slegið?

Hið árlega Gamlársdagshlaup verður haldið á Sauðárkróki á gamlársdag, 31. desember. Í fyrra var þátttökumet í hlaupinu þegar 280 manns skráðu sig til leiks. Að sögn Árna Stefánssonar forsvarsmanns hlaupsins er ekki útilokað að það met verði slegið í ár.
Meira

Rúnar Már í heimsókn

Á morgun fimmtudag, ætlar Rúnar Már Sigurjónsson landsliðsmaður í fótbolta að mæta í Hús frítímans á Sauðárkróki og spjalla við knattspyrnuiðkendur Tindastóls um heima og geima. Rúnar Már gekk í raðir Grasshopper í Sviss í sumar en lék þar áður með sænska knatt­spyrnuliðinu Sundsvall frá árinu 2013. Á Mbl.is segir að brotthvarf Rúnars Más frá Sundsvall í sumar hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að liðinu gekk illa á seinni hluta tímabilsins þar í landi en stjórnendur hafi ekki áttað sig á mikilvægi hans.
Meira

Rannveig Lilja Helgadóttir hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa

23. jólamót Molduxa í körfubolta hófst í morgun. 18 lið eru skráð til keppni og verður leikið viðstöðulaust fram á seinniparts dags þegar úrslit liggja fyrir. Áður en mótið var sett var Samfélagsviðurkenning Molduxa veitt í annað sinn. Að þessu sinni var það Rannveig Lilja Helgadóttir sem hlaut þann heiður en hún hefur verið ötul í íþróttastarfi í Skagafirði og komið víða við. Meðal annars hefur Rannveig gegnt starfi formanns sunddeildar Tindastóls, gjaldkeri skíðadeildar Tindastóls í um tvo áratugi, var meðal annarra stofnandi fimleikadeildar innan Tindastóls, sem reyndar er ekki starfandi lengur.
Meira