Íþróttir

Húnavallaskóli 100 þúsund krónum ríkari

Húnavallaskóli er á meðal þriggja grunnskóla sem dregnir voru út í Norræna skólahlaupinu 2016. Hver þessara skóla fær 100.000 króna inneign í Altis, sem selur vörur til íþróttaiðkunar og munu vörurnar nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.
Meira

Sólbrenndir Stólar máttu sín lítils gegn meisturunum

Tindastóll lék fyrsta leik sinn í Dominos-deildinni í kvöld og sótti heim vængbrotið lið Íslandsmeistara KR. Talsverðar væntingar eru gerðar til Tindastóls-liðsins fyrir tímabilið en þeir voru flengdir af flottu KR-liði með Brynjar Björn og Sigurð Þorvalds sjóðheita. Lið KR var fjórum stigum yfir í hálfleik en sigraði að lokum 98-78.
Meira

Gervigras í stað fjölnota húss

Við brotthvarf litla íþróttasalarins við gamla barnaskólann á Sauðárkróki hefur aðsókn í íþróttahúsið aukist svo um munar að það annar ekki eftirspurn eftir tímum í húsinu. Vegna þess sem og hvernig vetraræfingastaða íþróttafólks er háttað í dag ákvað byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar að beina því til sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að hafin verði hönnun og kostnaðarmat þess að setja gervigras á norðurhluta æfingasvæðis við íþróttavöllinn á Sauðárkróki.
Meira

Tindastóll-TV endurnýjar tækjakost

Tindastóll-TV stóð vaktina með glæsibrag síðasta vetur þegar hver einasti heimaleikur meistaraflokks Tindastóls í körfunni var sýndur í beinni útsendingu á Netinu auk margra útileikja. Nú er komið að því að endurnýja tæknibúnað og reyna að fjármagna verkefnið.
Meira

Skotvopnanámskeið haldið á ný í Skagafirði

Um síðustu helgi hélt skotfélagið Ósmann skotvopnanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar og er það í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem slíkt námskeið hefur verið haldið á Sauðárkróki. Eftir námskeiðið hafa þátttakendur aflað sér réttinda til notkunar á skotvopnum, svokölluð A- réttindi.
Meira

1500 km lagðir að baki í Króksbrautarhlaupi

Króksbrautarhlaupið fór fram í blíðskaparveðri sl. laugardag en þá hlupu, gengu eða hjóluðu um 70 manns um 1500 kílómetra samanlagt. Skokkhópur Árna Stef., sem heldur utan um viðburðinn, vill koma á framfæri þökkum til fyrirtækja og einstaklingum fyrir þeirra framlag. Sérstakar þakkir fá Suðurleiðir fyrir akstur á hlaupadegi.
Meira

Efnilegustu, bestu og markahæstu leikmenn Tindastóls

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls var haldið sl. laugardag og óhætt að segja að góðri uppskeru var fagnað. Bæði lið meistaraflokka, kvenna og karla, áttu góðu gengi að fagna. Srákarnir urðu deildarmeistarar 3. deildar með fádæma yfirburðum og stelpurnar unnu sinn riðil í 1. deild einnig með miklum yfirburðum.
Meira

Ástríður Helga á Skagaströnd með bestu myndina á Unglingalandsmóti UMFÍ

Ástríður Helga Magnúsdóttir á Skagaströnd fékk á föstudag afhentan glæsilegan iPhone 6S Plus síma fr á Apple fyrir bestu myndina í myndakeppni UMFÍ sem fram fór á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ástríður tók myndina á síðasta degi mótsins og sýnir hún tvær vinkonur horfa saman á flugeldasýninguna að lokinni síðustu kvöldvökunni á Unglingalandsmótinu.
Meira

17 sigurleikir Tindastóls í röð – geri aðrir betur!

Síðasta umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu fór fram í dag og að sjálfsögðu kláruðu Tindastólsmenn mótið með stæl. Leikið var gegn liði Kára í Akraneshöllinni á Akranesi og sterkur 1-2 sigur þýddi að Stólarnir hafa unnið 17 leiki í röð í deildinni – engin jafntefli – og aðeins fyrsti leikur sumarsins sem tapaðist. Glæsilegur árangur!
Meira

Stólar á Tenerife – Kafli 2

Fyrsti leikur Tindastóls hér á Tenerife var móti Santa Cruz sem Jou Costa spilaði með á sínum yngri árum og þjálfaði svo síðar meir, [leikinn sl. miðvikudag]. Þetta lið var uppbyggt svipað og lið Tindastóls þ.e eldri hetjur sem kunna leikinn uppá 10 í bland við unga og upprennandi leikmenn með ferska fætur. Leikur Tindastóls var kaflaskiptur, vantaði áræðni í vörnina og lítið flæði í sóknarleik liðsins sem varð til þess að það hægðist heldur á leiknum sem var gegn uppleggi þjálfarans.
Meira