Íþróttir

Stólarnir í hörkukeppni á Tenerife

Meistaraflokkur Tindastóls í körfubolta tekur þátt í sterku æfingamóti sem haldið verður í bænum Tacoronte á Tenerife daganna 16. og 17. sept. nk. Auk Tindastóls taka þátt Palma Air Europa, Cáceres Heritage og Real Club Nautico de Tenerife. Á blaðamannafundi sem haldinn var sl. miðvikudag um mótið voru liðin kynnt og greinilega mikill spenningur fyrir mótinu hjá heimamönnum.
Meira

4. flokkur Tindastóls/Hvatar/Kormáks með 12 efstu á Íslandsmótinu

Strákarnir í 4. flokki Tindastóls/ Hvatar/ Kormáks eru meðal tólf liða sem keppa til úrslita á Íslandsmótinu í knattspyrnu helgina 2.-4. september. Hafa þessi þrjú lið átt í samstarfi í yngri flokkunum í knattspyrnu síðan í fyrra og sent sameiginleg lið á Íslandsmót í 2., 3. og 4. flokki.
Meira

Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester til Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið tvo sterka leikmenn fyrir komandi átök í Domino's deildinni Seck Pape Abdoulaye og Antonio Kurtis Hester. Pape er Senigali fæddur 1992 en Kurtis sem er 26 ára kemur frá Miami í Florida.
Meira

Mikið ævintýri fyrir íslenska hópinn

Síðast liðið vor bauð júdódeild Ármanns í Reykjavík Tindastóli að slást í hópinn á æfingabúðir í júdó til Linköping í Svíþjóð. Fimm iðkendur júdódeildar Tindastóls á aldrinum níu til þrettán ára þáðu boðið og urðu samferða fimm iðkendum Ármanns á aldrinum þrettán til sextán ára, ásamt þjálfurum beggja félaga.
Meira

Baldur og Kata mæta til leiks í Rallý Reykjavík

Dagana 25. - 27. ágúst fer fram fjórða umferð í Íslandsmeistarmótinu í rallý, Rallý Reykjavík. Það er Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur sem stendur fyrir keppninni en klúbburinn hefur staðið fyrir keppnishaldi frá árinu 1977.
Meira

Stólastúlkur unnu í gær

Það var blíðskaparveður í gær þegar Tindastóll, sigurvegarar C riðils 1. deildar kvenna, tóku á móti sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Sauðárkróksvelli. Fyrir leikinn höfðu Stólarnir tryggt sér fyrsta sætið í riðlinum með 21 stig en þær austfirsku sátu sem fastast í næstneðsta sæti með 10 stig. Það var sama hvernig leikurinn færi, sætaskipan breyttist ekkert.
Meira

Styrktarmót fyrir Ívar Elí og fjölskyldu

Styrktarmót fyrir Ívar Elí og fjölskyldu hans verður haldið á Sauðárkróki miðvikudaginn 24. ágúst og er það jafnframt lokamót Ólafshúss-mótaraðarinnar í golfi 2016.
Meira

Stólastúlkur tryggðu sér í dag efsta sætið í C-riðli

Það var þunnskipaður hópur Tindastólsstúlkna sem spilaði á Höfn í Hornafirði í dag þegar þær sóttu lið Sindra heim. Lið Tindastóls var yfir í hálfleik en lokatölur urðu 3–3 og jafntefli því staðreynd eftir sex sigurleiki í röð. Stigið dugði þó til að tryggja stelpunum toppsætið í C-riðli 1. deildar og sætið í úrslitakeppninni því gulltryggt.
Meira

Tindastóll tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á Víði

Topplið 3. deildar, Tindastóll og Víðir í Garði, mættust á Sauðárkróksvelli í gær í rjómablíðu. Leikurinn var jafn og spennandi og bæði lið ætluðu sér klárlega sigur. Þegar upp var staðið voru það heimamenn sem sigruðu 2-0 og tryggðu sér sæti í 2. deild að ári þrátt fyrir að enn sé fjórum umferðum ólokið. Glæsilegur árangur Tindastólsmanna sem hafa nú unnið þrettán leiki í röð í deildinni og geri aðrir betur!
Meira

Opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstanga

Á sunnudaginn verður haldið opið héraðsmót í knattspyrnu á Hvammstangavelli. Mótið hefst klukkan 14 og stendur fram eftir degi. Spilað verður í tveimur flokkum, 18-29 ára og 30 ára og eldri. Ekki verða gerðar undantekningar með yngri leikmenn en heimilt er fyrir leikmenn að spila niður um flokk. Leiktími verður tvisvar sinnum tíu mínútur. Sex leikmenn eru inná í hverju liði en hámarks leikmannafjöldi í hverju liði verður sjö manns.
Meira