Íþróttir

Naumt tap hjá Stólastúlkum

Stólastúlkur lutu í lægra haldi fyrir Keflavík í úrslitakeppni fyrstu deildar á Nettovellinum syðra í gær. Þetta var fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram á Sauðárkróksvelli nk. miðvikudag kl. 17:15.
Meira

Mamadou Samb í stað Kurtis Hester

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur landað einum besta manni í sínar raðir í áratugi þegar skrifað var undir samning við Mamadou Samb frá Senegal. Samb, sem hefur spænskan ríkisborhgararétt mun koma í stað Antonio Hester sem áður var kynntur til sögunnar. Samb er 26 ára miðherji, 2,08 metrar hár.
Meira

Tindastólsmenn lyftu bikarnum eftir góðan sigur á Einherja

Lið Tindastóls gulltryggði efsta sætið í 3. deildinni í dag þegar strákarnir unnu öruggan sigur á liði Einherja frá Vopnafirði. Stólarnir byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir yfir eftir rétt rúma mínútu. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti og staðan í hálfleik 3-0, sem urðu reyndar lokatölur leiksins. Að leik loknum var Tindastólsliðinu afhentur bikar.
Meira

Sigfús Þorgeir Fossdal er Norðurlands Jakinn 2016

Norðurlands Jakinn sem er ný aflraunakeppni í anda Vestfjarðarvíkingsins fór fram á Norðurlandi dagana 25. til 27. ágúst sl. Keppni hófst um hádegið sl. fimmtudag með Öxullyftum við Selasetrið á Hvammstanga en seinna um daginn tóku kapparnir réttstöðulyftu við Blönduskóla. Daginn eftir var haldið á Dalvík þar sem kútum var kastað yfir vegg fyrir ofan menningarhúsið Berg og endað á Húsavík með Uxagöngu við Hafnarsvæði.
Meira

Síðasti heimaleikur strákanna

Tindastóll spilar síðasta heimaleik sinn í 3. deild karla laugardaginn 3. september og hefst leikurinn kl. 14:00. Með sigri tryggja Stólarnir sér toppsætið í deildinni og því mikið í húfi. Það er Vopnfirðingarnir í Einherja sem mæta á Krókinn og eru örugglega til í að spilla sigurgöngu Stólanna.
Meira

Skagfirðingar í basli með bílana sína

Rallý Reykjavík, fjórða umferð í íslandsmótinu í rallý fór fram dagana 25. – 27. ágúst sl. Um var að ræða afar langa keppni þar sem eknir voru um 1.000 km á þremur dögum en þar af rúmlega 300 á sérleiðum. Ekið var víðs vegar um Suður- og Vesturland, m.a. um Kaldadal, Djúpavatn og í nágrenni Heklu. Sex félagar úr bílaklúbbi Skagafjarðar tóku þátt, en lentu í basli með bíla sína og náði því ekki inn í baráttuna um verðlaunasætin.
Meira

Ísrael Martin Concepción aftur í Síkið

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Ísrael Martin Concepción um að hann komi aftur til félagsins og taki við stöðu framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildarinnar. Martin sem áður hefur verið innan raða félagsins mun koma að daglegum rekstri þess.
Meira

Ísak Óli með mótsmet á MÍ

Meistaramót Íslands 15-22ja ára var haldið við frábærar aðstæður í Hafnarfirði um helgina og endaði með miklu metaregni. Alls voru sett 5 aldursflokkamet, 39 mótsmet og 245 persónuleg met. Sveit UMSS var í eldlínunni og var Ísak Óli Traustason úr UMSS í essinu sínu og setti tvö mótsmet.
Meira

Stólastúlkur og -strákar á sigurbraut

Meistaraflokkar kvenna og karla hjá Tindastóli eru enn á sigurbraut í boltanum. Síðastliðinn fimmtudag léku stúlkurnar síðasta leik sinn í C-riðli og sigruðu þær lið Völsungs á Húsavík 1-2. Strákarnir unnu fjórtánda leik sinn í röð þegar þeir sóttu Þróttara heim í Vogana og endaði leikurinn 0-1.
Meira

Stólarnir í hörkukeppni á Tenerife

Meistaraflokkur Tindastóls í körfubolta tekur þátt í sterku æfingamóti sem haldið verður í bænum Tacoronte á Tenerife daganna 16. og 17. sept. nk. Auk Tindastóls taka þátt Palma Air Europa, Cáceres Heritage og Real Club Nautico de Tenerife. Á blaðamannafundi sem haldinn var sl. miðvikudag um mótið voru liðin kynnt og greinilega mikill spenningur fyrir mótinu hjá heimamönnum.
Meira