Íþróttir

Guðmundur atskákmeistari

Fjórir tóku þátt í atskákmóti Skákfélags Sauðárkróks sem haldið var í gærkvöldi. Á heimasíðu skákklúbbsins segir að Guðmundur Gunnarsson hafi borið sigur úr býtum með tvo vinninga og 3 stig, en Pálmi Sighvatsson var með jafnmarga vinninga og 2 stig og hlaut því annað sætið. Þriðji var Hörður Ingimarsson með einn vinning og 2 stig, en Jón Arnljótsson hlaut 1 vinning og 1 stig. Umhugsunartíminn var 25 mínútur á skákina.
Meira

Israel Martin til 2020

Stjórn körfuboltadeildar Tindastóls hefur komist að samkomulagi við Israel Martin um að hann þjálfi meistaraflokk karla auk þess að sinna stöðu yfirþjálfara félagsins til ársins 2020. Nú starfar hann einnig við körfuboltaakademíu FNV. Að sögn Stefáns Jónssonar formanns félagsins er þetta mikill fengur fyrir Tindastól.
Meira

Krækjurnar efstar í sínum riðli eftir mót helgarinnar

Krækjurnar á Sauðárkróki gerðu það gott um helgina þar sem þær unnu alla sína leiki í 5. deild Íslandsmótsins í blaki sem haldið var í Laugardalshöll. Spilaðir voru tveir leikir á laugardag og þrír á sunnudag og unnust fjórir leiki 2-0 og einn leikur 2-1. Alls eru átta lið í 5. deild kvenna og öll búin að spila tíu leiki. Krækjur eru efstar með 29 stig í 2. sæti Haukar með 24 stig og í 3. sæti er HK d með 19 stig. Fyrstu fimm leikirnir fóru fram helgina 5.-6. nóvember og síðustu fjórir leikirnir verða svo spilaðir um miðjan mars í Garðabæ og þá ráðast úrslit um hvaða tvö lið vinna sér rétt til að spila í 4. deild að ári.
Meira

Arnar Freyr funheitur í landsliðinu

Stutt er á milli stórmóta hjá íslenskum íþróttamönnum en nú stendur HM í handbolta yfir í Frakklandi. Liðið er nokkuð breytt frá fyrri mótum og margir nýliðar sem fá að spreyta sig. Einn þeirra er Frammarinn, Arnar Freyr Arnarsson, en hans tenging við Norðurlandið er að hann er sonur Arnars Þórs Sævarssonar bæjarstjóra á Blönduósi.
Meira

Stephen Walmsley ráðinn þjálfari með Hauki Skúla

Stephen Walmsley hefur verið ráðinn til Tindastóls sem aðalþjálfari m.fl. karla í knattspyrnu og verður hann með stjórnartaumana ásamt Hauki Skúlasyni en gengið var frá ráðningu hans í haust. Þeir munu því saman sjá um þjálfun liðsins á komandi tímabili. Haukur Skúlason þjálfaði liðið ásamt Stefáni Arnari Ómarssyni sl. tímabil með frábærum árangri.
Meira

Lykilmaður hjá Keflavík

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var kjörin íþróttamaður USVH fyrir árið 2016 en hún hefur verið lykilmaður hjá Keflavík í Dominos deild kvenna í vetur. Salbjörg byrjaði að æfa körfu í 4. bekk með Kormáki og spilaði með þeim meðan hún var í grunnskóla. Í Feyki þessarar viku er viðtal við Salbjörgu en þar kemur m.a. fram að hún hefur afrekað það að skora sjálfskörfu.
Meira

Þrjár systur spiluðu meistaraflokksleik

Síðastliðinn laugardag lék meistaraflokkur Tindastóls í knattspyrnu kvenna æfingaleik við Hamrana á Akureyri. Svo skemmtilega vildi til að þrjár systur léku með liði Tindastóls, þær Snæbjört, Hugrún og Eyvör Pálsdætur. Eyvör, sem er aðeins 14 ára gömul, lék sinn fyrsta leik með liðinu en systur hennar fengu að spreyta sig þegar þær voru 15 ára.
Meira

Styrmir á verðlaunahátíð FIFA í Zürich

Króksarinn Styrmir Gíslason er nú staddur, í Zürich í Sviss þar sem verðlaunahátíð FIFA fer fram seinna í dag ásamt Benna Bongó trumbuslagara Tólfunnar svokölluðu en Styrmir er einn af stofnendum hennar sem gerði garðinn frægan á Evrópumótinu í sumar. Tólfan fór fyrir íslensku stuðningsmönnunum sem fjölmenntu á leiki Íslands og fengu hvarvetna lof fyrir framkomu sína og uppskáru fyrir vikið tilnefningu sem bestu stuðningsmenn knattspyrnuliða Evrópu.
Meira

Draugagangur í Síkinu

Lið Tindastóls og KR buðu upp á geggjaðan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þar sem liðin áttust við í 12. umferð Dominos-deildarinnar. Tindastólsmenn spiluðu frábærlega með Pétur Birgis í ofurstuði í fyrri hálfleik og voru hreinlega búnir að jarða Vesturbæingana. En þeir risu upp í síðari hálfleik, héldu haus og með Jón Arnór óstöðvandi komust þeir með mikilli seiglu inn í leikinn. Síðustu fjórar mínúturnar sprungu Stólarnir á limminu og KR gerði á þeim kafla 21 stig gegn fimm stigum Tindastóls og unnu leikinn 87-94!
Meira

Tindastóll - KR í kvöld – Allir í Síkið!

Það má búast við baráttuleik þegar KR mætir Tindastóli í Síkinu í kvöld. Tindastóll sat á toppi úrvalsdeildarinnar yfir jólin með 18 stig líkt og Stjarnan sem steig eitt fet áfram í gær eftir sigurleik gegn Þór Akureyri. KR nartar í hæla Tindastóls með 16 stig og nú hefur verið uppljóstrað að landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson muni leika sinn fyrsta leik með KR síðan árið 2009.
Meira