Guðmundur atskákmeistari
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.01.2017
kl. 08.32
Fjórir tóku þátt í atskákmóti Skákfélags Sauðárkróks sem haldið var í gærkvöldi. Á heimasíðu skákklúbbsins segir að Guðmundur Gunnarsson hafi borið sigur úr býtum með tvo vinninga og 3 stig, en Pálmi Sighvatsson var með jafnmarga vinninga og 2 stig og hlaut því annað sætið. Þriðji var Hörður Ingimarsson með einn vinning og 2 stig, en Jón Arnljótsson hlaut 1 vinning og 1 stig. Umhugsunartíminn var 25 mínútur á skákina.
Meira
