Íþróttir

Stólar á Tenerife

Aðfaranótt þriðjudagsins 13. september lögðu þrettán leikmenn og tveir þjálfarar (Aron M. Björnsson og José María Costa) körfuknattleiksdeildar Tindastóls af stað til að taka þátt í 30. Torneo de Baloncesto, gríðarsterku og sögufrægu körfuboltamóti í Höfuðborg Tenerife. Til að ferja liðið með sem bestu þægindum í flugið til Keflavíkur valdist laglegur hvítur Benz kálfur af ´91 árgerð keyrður rétt sunnan við 2 milljón kílómetra. Til að stýra herlegheitunum og tryggja verðmætan farminn var leikreyndasti leikmaður liðsins með rétt um 200 leiki, Svavar Atli Birgisson fenginn til að keyra stystu leið upp að flugvél.
Meira

Króksbrautarhlaup um helgina

Hið árlega Króksbrautarhlaup verður háð næstkomandi laugardag 17. september en þá er sprett úr spori á þjóðveginum milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og endað við sundlaug Sauðárkróks. Rúta fer frá sundlauginni klukkan 10:30 og keyrir að Glaumbæ og geta hlauparar valið sér vegalengd og farið út hvar sem er á þeirri leið.
Meira

Sex mörk í sextánda sigurleiknum í röð

Sparkspekingarnir í liði Tindastóls eru ekki af baki dottnir enn þó farið sé að hausta. Í gær héldu drengirnir út í Vestmannaeyjar og léku við botnlið KFS í 3. deildinni á Týsvellinum. Eyjamenn reyndust rausnarlegir gestgjafar og hleyptu sex boltum í mark sitt og þar með ljóst að sextándi sigurleikur Stólanna í röð var gulltryggð staðreynd.
Meira

Sambaboltinn ekki áberandi í Síkinu

Körfuknattleikslið Tindastóls er komið á fulla ferð í undirbúningi sínum fyrir komandi Dominos-deildar átök. Nú um helgina lék liðið tvo æfingaleiki í Síkinu; fyrst töpuðu strákarnir naumlega gegn sprækum Akureyringum en unnu síðan lið Hattar frá Egilsstöðum í gærdag. Það er óhætt að fullyrða að talsverður haustbragur hafi verið á leik liðanna og sannarlega enginn sambabolti í Síkinu þrátt fyrir að sjálfur Samb léki með Stólunum.
Meira

Æfingar yngri flokka í körfu Tindastóls byrja á mánudag

Nú er körfuboltavertíðin að hefjast hjá yngri flokkum Tindastóls og æfingataflan klár. Byrjað verður mánudaginn 12. sept, nema hjá 1. og 2. bekk en þær hefjast 22. september.
Meira

Æfingaleikir í körfunni um helgina

Sannkallaður nágrannaslagur verður í Síkinu á Sauðárkróki annað kvöld er Þórsarar frá Akureyri mæta með sinn úrvalsdeildarmannskap og etja kappi við næstum fullskipað lið Tindastóls. Á laugardag munu svo Tindastóll og Höttur frá Egilsstöðum eigast við.
Meira

Stólastúlkur úr leik

Stólastúlkur þurftu að láta í minni pokann fyrir Keflavík í úrslitarimmu liðanna í fyrstu deild á Sauðárkróksvelli í gær. Leikurinn var lengi vel jafn og spennandi og lítið markvert sem gerðist fyrr en stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik en þá fengu gestirnir fyrsta færi leiksins sem þó ekki nýttist þeim.
Meira

Keflavík mætir grjóthörðum Stólastúlkum í dag

Stelpurnar í meistarflokki Tindastóls taka á móti Keflavík í úrslitakeppni 1. deildar á Sauðárkróksvellli í dag. Um seinni viðureign liðanna er að ræða og hrein úrslit verða að nást. Fyrri leikur liðanna fór fram sl. sunnudag í Keflavík og þar höfðu heimastúlkur betur í spennandi leik 3-2 svo 1-0 sigur dugar fyrir okkar stelpur með fleiri mörk skoruð á útivelli.
Meira

Golfklúbbur Sauðárkróks með tvo Norðurlandsmeistara

Lokamót Norðurlandsmótaraðar barna og unglinga fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri sunnudaginn 4. september s.l. Að venju átti Golfklúbbur Sauðárkróks marga þáttakendur í öllum flokkum sem keppt var í. Þá voru einnig krýndir Norðurlandsmeistarar í öllum flokkum og þar átti Golfklúbbur Sauðárkróks tvo sigurvegara.
Meira

Stólarnir fagna meistaratitlinum í 3. deild - myndband

Tindastólsmenn gulltryggðu sér meistaratitilinn í 3. deild síðastliðinn laugardag eftir öruggan sigur gegn Einherja frá Vopnafirði. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr leiknum og innilegan fögnuð leikmanna þegar bikarinn var afhentur í leikslok.
Meira