Íþróttir

Erfið ferð Húnvetninga austur á Reyðarfjörð

Húnvetningar spiluðu á Reyðarfirði í dag og eitthvað lagðist ferðalagið þungt í menn því heimamenn höfðu gert þrjú mörk í fyrri hálfleik í Fjarðabyggðarhöllinni og þar við sat. Lið Kormáks/Hvatar færðist þar með niður í níunda sæti 2. deildar en getur huggað sig við að liðin í deildinni eru tólf. Lokatölur 3-0 fyrir KFA.
Meira

„Það vantar bara að setja boltann oftar yfir línuna“

„Ég er mjög sáttur við þróunina á leik liðsins. Þetta er allt í rétta átt og það erum við mjög ánægð með,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann eftir Stjörunleikinn hvort hann væri ánægður með þróun liðsins en Stólastúlkur hafa haldið vel í boltann í síðustu leikjum og spilað góðan fótbolta. Uppskeran þó aðeins eitt stig og lið Tindastóls nú í sjöunda sæti deildarinnar.
Meira

Íþróttagarpurinn Una Karen

Meira

Markalaust jafntefli í mikilvægum leik

Tindastóll og Stjarnan mættust í baráttuleik á Króknum í gær en liðin eru á svipuðum slóðum í Bestu deildinni, Stjörnustúlkur sæti og tveimur stigum betur settar og sigur Stólastúlkna hefði orðið sætur. Það fór þó svo að liðin skildu jöfn, komu ekki boltanum í netið þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir og lokatölur því 0-0.
Meira

Shaniya Jones til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liði Stólastúlkna í Subway deild kvenna á komandi tímabili. Shaniya er 24 ára leikstjórnandi sem kemur til liðsins frá efstu deildinni í Króatíu þar sem hún skilaði yfir 25 stigum að meðaltali í leik.
Meira

Gwen spilar sinn síðasta leik með Stólastúlkum í dag

Það er spilað í Bestu deild kvenna á Króknum í dag en þá tekur lið Tindastóls á móti Sjtörnunni í afar mikilvægum leik í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 16.15 og það er frítt á völlinn í boði Steypustöðvar Skagafjarðar. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna og nota tækifærið til að kveðja þýska varnarjaxl liðsins, Gwen Mummert, en hún yfirgefur Stólastúlkur þar sem henni hefur borist spennandi tækifæri um að spila í sterkari deild.
Meira

Stólarnir í þriðja sæti að lokinni fyrri umferð 4. deildar

Fyrri umferðinni í 4. deild karla í knattspyrnu lauk í Borgarnesi í gær þegar Skallagrímur fékk lið Tindastóls í heimsókn. Tæknilega séð var þetta reyndar fyrsti leikurinn í síðari umferðinni en eins og staðan er núna hafa öll liðin í deildinni spilað níu leiki. Stólarnir sóttu ekki gull í greipar Skallanna í fyrra en í gær gekk betur og strákarnir krætu í þrjú mikilvæg stig og eru nú í þriðja sæti deildarinnar. Lokatölur 1-3.
Meira

Jordyn Rhodes best í Bestu deildinni í júní

Mogginn hefur til margra ára gefið knattspyrnumönnum einkunnir eftir leiki í efstu deildunum. Þannig fá þeir sem hafa staðið sig vel M en þeir sem hafa átt stjörnuleik fá MM – ekki þó M&M. Nú í júnímánuði var það hin geysisterka Jordyn Rhodes, bandaríski framherji Tindastóls, sem fékk flestu M-in í Bestu deild kvenna og telst því vera besti leikmaður deildarinnar á því tímabili samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Meira

Húnvetningar og Ólsarar deildu stigunum

Það var hart tekist á á Blönduósvelli í gær þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti einu af toppliðum 2. deildarinnar, Víkingi Ólafsvík, sem ekki fyrir margt löngu léku listir sínar í efstu deild Íslandsmótsins. Gestirnir náðu forystunni rétt fyrir hlé en heimamenn jöfnuðu þegar langt var liðið á leikinn. Lokatölur því 1-1.
Meira

Stefanía, Amelía og Súsanna kepptu á Meistaramóti Íslands 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára fór fram helgina 21. – 23. júní á Selfossi. Tindastóll átti þrjá keppendur á mótinu sem kepptu undir merkjum UMSS og stóðu sig með sóma.
Meira