Íþróttir

Áfram Tindastóll komið í hús

Í síðustu viku kom út kynningarblað knattspyrnudeildar Tindastóls, Áfram Tindastóll, en það voru starfsmenn Nýprents sem að önnuðust útgáfuna, söfnuðu efni, settu blaðið upp og prentuðu. Blaðinu hefur þegar verið dreift í hús á Sauðárkróki en einnig er hægt að nálgast það í verslunum og á völdum stöðum.
Meira

Lukasz Knapik sigraði Unglistarmótið 2023

Unglistarmótið 2023 var haldið í gærkvöldi í glæsilegum heimkynnum Pílufélags Hvammstanga.
Meira

Ljómarallý í Skagafirði um næstu helgi

Laugardaginn 29. júlí 2023 fer fram Ljómarallý í Skagafirði. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmeistaramótinu í rallakstri í ár.
Meira

Donni ánægður með frumraun þeirra spænsku

„Ég er gríðarlega ánægður með leikinn i heild sinni. Þetta var frábær frammistaða bæði varnar - og sóknarlega. Geggjað að skora frábær fjögur mörk og hefðum getað skorað aðeins fleiri,“ sagði markagráðugur Donni þjálfari þegar Feykir hafði samband við hann að loknum leik Tindastóls og ÍBV í Bestu deild kvenna í gær. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Stólastúlkna og færði liðið ofar í töfluna.
Meira

„Það bregst aldrei að þær heilla mig með baráttuanda sínum“

Það kom fram í umfjöllun um leik Tindastóls og ÍBV í dag að Murielle Tiernan, eða bara Murr upp á grjótharða íslensku, var heiðruð áður en leikurinn hófst en hún náði fyrir nokkru þeim áfanga að hafa spilað 100 leiki fyrir Stólastúlkur í deild og bikar. Það eru um sex ár frá því að hún gekk fyrst til liðs við Tindastól sem þá var í 2. deild en með tilkomu hennar og uppkomu metnaðarfullra og stoltra Stólastúlkna í meistaraflokk hófst ótrúlegur uppgangur kvennaboltans á Króknum. Feykir sendi nokkrar spurningar á Murr.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar gefur hvergi eftir í toppbaráttunni

Hún var mögnuð knattspyrnuhelgin á Norðurlandi vestra. Bæði meistaraflokkslið Tindastóls unnu mikilvæga leiki og á Blönduósi bætti stolt Húnvetninga, lið Kormáks/Hvatar, enn stöðu sína í toppbaráttu 3. deildar. Í dag mættu þeir liði ÍH úr Hafnarfirði og þó einhverjir gætu sagt að þetta hafi verið skildusigur þá geta slíkir leikir reynst bananahýði. Húnvetningum skrikaði þó ekki fótur í leiknum og fóru létt með ÍH-inga og unnu 5-0 sigur.
Meira

Sterkur sigur Stólastúlkna og þrjú stig í pokann

Það var einn leikur í Bestu deild kvenna þessa helgina og hann var spilaður á Króknum í dag. Þá tóku Stólastúlkur á móti liði ÍBV úr Eyjum í því sem má kalla sex stiga leik, liðin bæði að berjast fyrir tilverurétti sínum í efstu deild. Tvær splunkunýjar spænskar stúlkur léku sinn fyrsta leik fyrir heimastúlkur og það var ekki annað að sjá í dag en að þar færu klassaspilarar. Þó það gangi hægt hjá Murr að komast í 100 mörkin fyrir Stólastúlkur þá átti hún skínandi leik í dag og lagði í raun upp öll fjögur mörk liðsins í skemmtilegum og vel spiluðum leik. Lokatölur 4-1 og Stólastúlkur færðust úr níunda sæti í það sjöunda.
Meira

Tindastóll með töff sigur á toppliðinu

Karlalið Tindastóls var í eldlínunni í 4. deildinni í dag þegar strákarnir tóku á móti toppliði deildarinnar, Vængjum Júpíters, á Sauðárkróksvelli. Fyrir leik voru Stólarnir hins vegar í fjórða sæti deildarinnar og þurftu nauðsynlega að næla í sigur til að koma sér betur fyrir í toppbaráttu deildarinnar. Það hafðist og var sigurinn nokkuð öruggur. Lokatölur að loknum skemmtilegum leik voru 3-1.
Meira

Fótboltinn í 3. deildinni er áhugaverður, segir Uros Djuric

Nú á vordögum fékk lið Kormáks/Hvatar liðsstyrk þegar reyndur serbneskur leikmaður tók stöðu milli stanganna í marki Húnvetninga. Um var að ræða Uros Djuric, 29 ára gamlan fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu sem hefur spilað í sterkum deildum í Austur-Evrópu. Það hefur líka komið í ljós að hann kann ýmsilegt fyrir sér í markmannsstöðunni og kappinn því happafengur fyrir Húnvetninga.
Meira

Anna Karen og Arnar Geir enn á ný klúbbmeistarar GSS

Árlegt meistaramót fullorðinna hjá Golfklúbb Skagafjarðar var haldið dagana 5. – 8. júlí. Keppt var í fimm mismunandi flokkum og tóku 43 klúbbmeðlimir þátt.
Meira