Íþróttir

Til hamingju Tindastóll!

Lið Tindastóls lék í dag við Árborg en um var að ræða toppslaginn í 4. deild. Eitt stig dugði til en það fór vel á því að eina mark leiksins gerði þjálfarinn okkar frábæri, Dominick Furness, og það á sjálfri markamínútunni – þeirri 43. Í leikslok lyftu Stólarnir því bikarnum fyrir sigur í 4. deild og fögnuðu innilega með stuðningsmönnum liðstins. Til hamingju Tindastóll!
Meira

Stórleikir í fótboltanum um helgina

Það er stóleikir fyrir liðin af Norðurlandi vsetra í fótboltanum þessa helgina. Húnvetningar ríða fyrstir á vaðið en þeir halda norður á Húsavík og leika þar við sterkt lið Völsungs. Seinna um daginn taka Tindastólsmenn á móti liði Árborgar á Króknum og á sunnudaginn spila Stólastúlkur fyrsta leik sinn í úrslitakeppni neðri liða Bestu deildarinnar þegar Keflvíkingar mæta til leiks.
Meira

Tóti túrbó heldur heim í Vesturbæinn

Körfuknatt­leiksmaður­inn Þórir Guðmund­ur Þor­bjarn­ar­son er geng­inn til liðs við upp­eld­is­fé­lagið KR á nýj­an lek en eins og flestir ættu að vita þá lek hann með liði Tindastóls síðasta vetur. Þórir skrif­ar und­ir tveggja ára samn­ing við KR.
Meira

Fimmtán ungir og efnilegir golfarar á Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 2024 fyrir kylfinga 12 ára og yngri hófst í dag, föstudaginn 30. ágúst, og er lokadagurinn á sunnudaginn. Keppt er á þremur völlum, á Bakkakoti hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, í Mýrinni hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og á Sveinskoti hjá Golfklúbbnum Keili. Á ferðinni fyrir hönd GSS eru 15 ungir og efnilegir krakkar sem skipa þrjú lið í mismunandi styrkleikadeildum, tvær drengjasveitir og ein stúlknasveit.
Meira

Útivallarferð deluxe til stuðnings Kormáki/Hvöt

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsti af þremur úrslitaleikjum Kormáks Hvatar um áframhaldandi veru í 2. deild karla í knattspyrnu. Aðdáendasíða liðsins segir frá því að farið verður á Húsavík við Skjálfanda og nú þurfi að smala í stúkuna!
Meira

Landsliðskona Níkaragva til liðs við Tindastól í Bestu deildinni

Erica Alicia Cunningham fékk á mánudaginn leikheimild með liði Tindastóls í Bestu deild kvenna og mun spila með liðinu út tímabilið. Cunningham er varnarmaður, 31 árs og fædd í San Francisco í Bandaríkjunum. Það vekur að sjálfsögðu athygli að félagaskiptaglugginn lokaði fyrir 13 dögum og síðast á sunnudagskvöld tjáði Donni þjálfari Feyki að Tindastóll næði ekki að bæta við hópinn hjá sér.
Meira

Enn er spenna í 4. deildinni

Einn leikur fór fram í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Ekki voru það Stólarnir sem sýndu takta en leikurinn skipti miklu í baráttunni um sæti í 3. deild að ári. Ýmir í Kópavogi tók þá á móti liði Árborgar.
Meira

„Þetta var bara mjög léleg ákvörðun“

„Þetta var að mörgu leyti fín frammistaða heilt yfir. Sköpuðum fleiri færi en undanfarið og varnarleikurinn heilt yfir góður. Það vantaði bara upp á að ná að setja boltann yfir línuna en það voru sannarlega mörg tækifæri til þess í leiknum,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna þegar Feykir spurði hann út í jafnteflisleikinn gegn liði Keflavíkur í Bestu deildinni í gær.
Meira

Slæmur skellur heimamanna á Blönduósi í dag

Nítjánda umferðin í 2. deild karla í fótbolta var spiluð í dag og á Blönduósi tóku liðsmenn Kormáks/Hvatar á móti Þrótti úr Vogum sem eru í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Þeir skoruðu strax í byrjun leiks og bættu við marki rétt fyrir hlé og eftir það sáu heimamenn ekki til sólar. Lokatölur 0-5 og Húnvetningar nú komnir í bullandi baráttu fyrir sæti sínu í deildinni.
Meira

Óbreytt staða á botni Bestu deildarinnar

Lið Tindastóls og Keflavíkur skildu jöfn, 1-1, á Sauðárkróksvelli í dag í átjándu og síðustu umferð Bestu deildarinnar. Úrslitin þýða að lið Tindastóls er í áttunda sæti með 13 stig nú þegar úrslitakeppnin hefst en Keflvík í tíunda og neðsta sæti með 10 stig eða jafnmörg og Fylkir. Liðin mætast að nýju í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri liðanna sem hefst nk. sunnudag.
Meira