Íþróttir

Krían reyndist ekki til vandræða á Sauðárkróksvelli

Fjórtánda umferðin af átján í 4. deildinni hófst á Króknum í gær þegar Tindastólsmenn tóku á móti þunnskipuðu liði Kríu af Seltjarnarnesi. Gestirnir voru í sjötta sæti deildarinnar en lið heimamanna í öðru sæti. Þegar upp var staðið unnu Stólarnir stórsigur, 5-0, og aðeins dómarinn skyggði á gleðina með því að vísa hinum magnaða Domi af velli rétt fyrir leikslok.
Meira

Þróttarar með allt á hornum sér

„Við vorum sterkari í þessum leik heldur en Þróttur. Báðir þjàlfarar voru sammála því að betra liðið tapaði í dag. Svoleiðis er það stundum. Mér finnst það því miður of oft hafa verið reyndin hjá okkur í sumar sérstaklega á heimavelli. Þróttarar eru samt klárlega góðar en mér finnst við bara betri en bara ólánsamari hreinlega.“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna að loknum leik Tindastóls og Þróttar í Bestu deild kvenna í gær. Gestirnir höfðu öll stigin á brott með sér en Þróttarar unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir.
Meira

Dóttir rússneska Tindastólsrisans í úrslitum á ÓL

Einhverjum gætu þótt Skagfirðingar, já eða Feykir, ganga freklega fram í að tengja Ólympíukempur til Skagafjarfðar. Það er því um að gera að æra óstöðugan og halda áfram. Nú lét Morgunblaðið vita af því að blakdrottningin Ekaterina Antropova sé komin í úrslit á Ólympíuleikunum með ítalska landsliðinu. Ekaterina er dóttir Michail Antropov sem spilaði körfubolta með liði Tindastóls árin 2000-2003 en hún fæddist einmitt á Akureyri árið 2003.
Meira

Tveir heimaleikir og Króksmót

Í kvöld fara fram tveir leikir á Sauðárkróksvelli. Stelpurnar hefja leika kl. 18:00 þegar þær mæta Þrótti. Strákarnir mæta svo liði Kríu kl. 20:15. Sjoppan verður í hvíta tjaldinu og grilluðu hamborgararnir á sínum stað. Frítt verður á völlinn í kvöld.
Meira

Nóg um að vera sl. viku á Hlíðarendavelli

Það hefur verið nóg um að vera á golfvellinum á Króknum sl. viku en Opna Steinullarmótið fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 3. ágúst, 8. Hard Wok háforgjafarmótið var haldið á þriðjudaginn og Esju mótaröðin var haldin í gær, miðvikudag. Það er svo ekkert lát á því í dag fer fram styrktarmót fyrir Önnu Karen og svo er Norðurlandsmótaröðin fyrir ungu kylfingana á sunnudaginn.
Meira

Nýir þjálfarar kynntir í yngri flokka starfi Tindastóls

Á Facebooksíðu Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls voru kynntir nýir þjálfarar fyrir veturinn 2024-2025. Allt eru þetta andlit sem Tindastólsaðdáendur þekkja vel og verður gaman að fylgjast með yngri flokkunum í vetur. Það sem kemur skemmtilega á óvart er að Kári Marísson er kominn aftur í þjálfarastöðuna. Hann mun halda utan um æfingar fyrir 1. - 4. bekk en áður vann Kári sem húsvörður í Árskóla og þekkir því þessa litlu körfuboltasnillinga mjög vel. 
Meira

Monica í markagili

Það mætti nýr markvörður til leiks hjá liði Tindastóls síðastliðið sumar til að verja mark Stólastúlkna í Bestu deildinni. Það var Monica Wilhelm, bandarísk stúlka, þá 23 ára, sem hafði það verkefni að fylla í skarðið sem Amber Michel skildi eftir en hún ákvað að taka slaginn í Disneylandi eftir þrjú skemmtileg sumur á Íslandi. Monica reyndist öflugur markvörður og sló í gegn í Bestu deildinni og hún þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að endurtaka leikinn í ár. Feykir forvitnaðist um markvörðinn. 
Meira

Margir leikmenn tóku miklum framförum hjá Dr. Milan

Mil­an Roza­nek, fyrr­ver­andi þjálf­ari körfuknatt­leiksliðs Tinda­stóls, var á fimmtu­dag­inn tek­inn inn í heiðurs­höll körfu­bolt­ans í Slóvakíu fyr­ir ævi­starf sitt í þágu íþrótt­ar­inn­ar í land­inu. Morgunblaðið segir frá því að Mil­an, sem er nú 83 ára gam­all, hafi þjálfað karlalið Tinda­stóls vet­urinn 1990-1991. Það tímabil var Tindastóll með Pét­ur Guðmunds­son, eina NBA-leik­mann Íslands á þeim árum, í sín­um röðum og auk þess leik­menn á borð við Val Ingi­mund­ar­son, Sverri Sverris­son og Karl Jónsson.
Meira

Stólarnir komnir í undanúrslit Fótbolta.net bikarsins

Fótbolti.net bikarinn hélt áfram í kvöld en lið Tindastóls, sem er í öðru sæti 4. deildar tók á móti liði Kára í átta liða úrslitum en þeir Skagamenn eru aftur á móti toppliðið í 3. deildinni. Það mátti því reikna með hörkuleik og sú varð niðurstaðan því mikill hiti var í mönnum. Jafnt var að leik loknum, því þurfti að framlengja og þegar langt var liðið á framlenginguna dúkkaði Addi Ólafs upp með sigurmarkið. Stólarnir eru því komnir í undanúrslit Fótbolta.net bikarsins og mæta þar annað hvort Selfyssingum hans Bjarna, KFA eða Árbæ.
Meira

Styrktarmót fyrir Önnu Karen á fimmtudag

Næsta fimmtudag 8. ágúst verður haldið styrktarmót fyrir Önnu Karen Hjartardóttir á golfvellinum á Króknum en hún er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum eftir nokkra daga. Spilaðar verða niu holur og skráning er á golfboxinu. Einnig er hægt að hafa samband við golfskálann og láta skrá sig.
Meira