Stólastúlkur börðust allt til loka en KR vann
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.02.2023
kl. 09.19
Það var spilað í 1. deild kvenna í körfunni í gærkvöldi en þá fengu Stólastúlkur lið KR í heimsókn í Síkið. Vesturbæingar eru með eitt af betri liðum deildarinnar í vetur þó liðið virðist ekki ná að berjast um eitt af tveimur efstu sætum deildarinnar þar sem Stjarnan er í sérflokki og lið Snæfells og Þórs Akureyri berjast um annað sætið. Leikurinn í gær varð kannski aldrei verulega spennandi því gestirnir voru sterkari en heimastúlkur voru þó aldrei langt undan og veittu liði KR harða keppni. Lokatölur 64-72.
Meira