Stuðningur verður mikilvægur í dag – allir á völlinn!
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
16.09.2023
kl. 01.05
Í dag verða spilaðir tveir ansi hreint mikilvægir knattspyrnuleikir á Norðurlandi vestra. Á Sauðárkróki mætast lið Tindastóls og ÍBV í leik þar sem sæti í Bestu deild kvenna er undir en liðið sem tapar mun að öllum líkindum falla nema lið Selfoss komi á óvart í Keflavík. Á Blönduósi ætla síðan leikmenn Kormáks Hvatar að komast í sögubækurnar og tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta skipti. Þá vantar eitt stig í leik gegn liði Augnabliks en munu eflaust leika til sigurs. Því miður hefjast báðir leikirnir kl. 14:00 þannig að fólk nær ekki að styðja bæði liðin en það verður frítt á völlinn bæði á Króknum og á Blönduósi.
Meira
