70 nemendur brautskráðir
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
10.06.2014
kl. 15.19
Brautskráning frá Háskólanum á Hólum fór fram á föstudaginn. Athöfnin var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð og var dagskráin með hefðbundnum hætti samkvæmt heimasíðu skólans, en alls voru um 70 nemendur brautskráðir.
Erla Björk Örnólfsdóttir Hólarektor ávarpaði viðstadda auk þess sem deildarstjórar fluttu stutt ávörp áður en þeir afhentu sínu fólki skírteini. Inn á milli var svo fléttað tónlistaratriðum, í flutningi Sigvalda Helga Gunnarssonar.
Að athöfn lokinn bauð skólinn viðstöddum til kaffisamsætis, sem Ferðaþjónustan á Hólum annaðist.
Feykir var á staðnum og myndaði þennan merkisáfanga í lífi útskriftarnemanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.