Æfðu reykköfun um borð í HDMS Vædderen

Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd nálgast Danska strandgæsluskipið HDMS Vædderen þar sem reykköfun var æfð um borð. Myndir: Slökkvilið Skagastrandar.
Slökkvilið Skagastrandar og Björgunarsveitin Strönd nálgast Danska strandgæsluskipið HDMS Vædderen þar sem reykköfun var æfð um borð. Myndir: Slökkvilið Skagastrandar.

Slökkvilið Skagastrandar fékk það einstaka tækifæri að æfa reykköfun um borð í danska strandgæslu skipinu HDMS Vædderen en á Facebook-síðu slökkviliðsins kemur fram að æfingin hafi verið í samstarfi við Björgunarsveitina Strönd. „Við látum myndirnar tala sínu máli,“ segir í færslu slökkviliðsins á Facebook en eins og sjá má er hér hörkulið á ferðinni.

Í tilkynningu sem Slökkvilið Skagastrandar sendi frá sér um áramótin segir að það samanstandi af 15 einstaklingum en þá hafði orðið töluverð endurnýjun á árinu sem var að líða en einhverjir þeirra sem létu af störfum þá höfðu verið á útkallsskrá í yfir 40 ár. Þá var sagt frá því að fyrsta konan í langan tíma hafi gengið í raðir sveitarinnar og „vonandi ekki sú síðasta“, eins og komist var að orði.

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af Facebook-síðu Slökkviliðs Skagastrandar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir