Ævintýralegar ferðir í sumar
Klara Sólveig Jónsdóttir og Sigurður Friðriksson stofnuðu Ferðaþjónustuna Bakkaflöt árið 1987 og hefur staðurinn verið byggður upp frá því smátt og smátt. Byrjað var með nokkur herbergi, veitingarsal og tjaldstæði. Upp úr 1990 var svo bætt við tveimur sumarhúsum og fleiri herbergi innréttuð í aðalbyggingunni. Árið 1993 var farið að kanna jökulsárnar sem nýjan afþreyingarmöguleika, það var þó ekki boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari Jökulsárnar fyrr en 1996.
Í dag eru fljótasiglingarnar orðnar stór partur af starfseminni og má líta á Bakkaflöt sem eins konar miðstöð fljótasiglinga á Norðurlandi. Spjallað er við Finn Sigurðsson, son Klöru og Sigurðar í nýjasta Feyki sem kom útí dag og fjallað um hina ýmsu afþreyingu og ferðaþjónustu sem Bakkaflöt hefur upp á að bjóða.
Bakkaflöt hefur verið í miklu samstarfi við Skotfélagið Ósmann og skellti blaðamaður Feykis sér í skemmtilega ævintýraferð með skólahópunum.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.