Afhending á hjartahnoðtækinu Lucas

Miðvikudaginn 4. júní afhentu sjúkraflutningamenn á Hvammstanga Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga hjartahnoðtæki af gerðinni Lucas til notkunar í neyðartilfellum. Sjúkraflutningamenn undir forystu Gunnars Sveinssonar neyðarflutningamanns hófu söfun fyrir tækinu fyrir rúmum mánuði síðan.

Kaupverðið um 2,5 milljónir króna safnaðist á skömmum tíma og lögðu einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og sveitarfélagið Húnaþing vestra málefninu lið með upphæðum allt frá 2,000 krónum upp í 500 þúsund.

Gunnar Sveinsson ávarpaði viðstadda og sagði frá tildrögum söfunarinnar og afhenti Ágústi Oddssyni heilsugæslulækni Lucasinn formlega. Ágúst þakkaði gjöfina og þeir Gunnar fóru síðan yfir hvernig tækið virkar.

/Fréttatilkynning

Ljósm./ Anna Scheving

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir