Árbókaferð FÍ um Skagafjörð - Myndir

Hin árlega árbókarferð á vegum Ferðafélags Íslands var farin fyrri hluta þessarar viku. Að þessu sinni var farið um austanverðan Skagafjörð, frá Viðvíkursveit fram í Norðurárdal, á Kjálka og síðan um Vesturdal og yfir Sprengisand. Um 40 manns tóku þátt í ferðinni og þar sem biðlisti myndaðist er önnur ferð áformuð í lok mánaðarins.

Hópurinn lenti í smá ógöngum á þriðjudaginn þegar ekið var um Kjálka og til stóð að fara að Gilsbakka. Fór það því svo að rútan festist og töfðum ferðalangar um 2-3 tíma.

Árbók Ferðafélagsins þetta árið fjallar um leiðina sem farin var í ferðinni. Er það önnur bókin í röð þriggja bóka sem Páll Sigurðsson fv. lagaprófessor hefur ritað um Skagafjörð. Opnuviðtal verður við Pál í næsta tölublaði Feykis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir