Árlegir vortónleikar Lillukórs
feykir.is
Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
05.05.2014
kl. 09.56
Árlegir Vortónleikar Lillukórsins voru haldnir í félagsheimilinu á Hvammtstanga fimmtudaginn 1. maí sl. Kórinn flutti bæði innlend og erlend lög, má þar t.d. nefna Fiskimannaljóð frá Capri og Kötukvæði.
Kynnir á tónleikunum var Elín Ása Ólafsdóttir, kórstjóri Ingibjörg Pálsdóttir og stjórnandi og undirleikari var Sigurður Helgi Oddsson.
Ljósm./Norðanátt
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.