Einstakur dagur

Frá Tyrfingsstöðum. MYNDIR: ÓAB
Frá Tyrfingsstöðum. MYNDIR: ÓAB

Það var heppilegt að gærdagurinn skartaði sínu fegursta víðast hvar á Norðurlandi vestra. Margir nútu veðurblíðunnar, hvort sem var heima í garði eða á fjöllum, enda göngur og réttir víða. Og hvað er betra en góðviðrisdagur með heiðskýrum himni og hlýju eftir grásprengda daga af rigningu, roki og hrolli? 

Sennilega hafa margir séð ástæðu til að taka myndir í blíðunni og kannski rétt að nota tækifærið því spáin fyrir næstu daga er svo sem ekki til að hrópa húrra fyrir.

Hér fylgja nokkrar myndir frá Skagafirði sem blaðamaður Feykis kom á kort í gær. Myndirnar eru teknar í Lýtó (og yfir í Blönduhlíð), við Silfrastaðakirkju og á Kjálka þar sem m.a. var skotið á torfbæinn á Tyrfingsstöðum en þar var búið allt fram til ársins 1969.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir