Flottur sigur á Hofsósi

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti liði Keflavíkur í gær, Hvítasunnudag á Hofsósvelli. Heimamenn náðu strax forskoti í leiknum þegar Ashley Marie Jaskula kom Stólunum yfir á 7. mínútu.

Keflvíkingar sóttu harðar að Stólunum í seinni hálfleik og jafnaði Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir stöðuna í leiknum með marki á 53. mínútu. Staðan því orðin 1-1. Á 83. mínútu bætti Ashley Marie Jaskula svo við sínu öðru marki fyrir Stólana í leiknum og lokatölur leiksins 2-1 fyrir Tindastól.

Stólastúlkur eru nú í 3. sæti í riðlinum, með 8 stig eftir 4 leiki. Næsti leikur hjá stelpunum er laugardaginn 14. júní en þá taka þær á móti Fjölni á Sauðárkróksvelli.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir