Gengið á Tindastól í blíðviðri

Tjillað á toppi Tindastóls. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Tjillað á toppi Tindastóls. MYNDIR: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Það var blíðan í gær á Norðurlandi vestra og margir notuðu tækifærið og viðruðu sig pínulítið. Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson tók sig til og gekk á Tindastól ásamt Ernu konu sinni og hundinum Hrappi en þau fóru upp að Einhyrningi syðri sem er í 795 metra hæð og útsýnið hreint magnað.

Róbert og Erna eru bæði vant útivistarfólk en þau lögðu af stað í gærmorgun og voru tvo og hálfan tíma í ferðinni. Leiðin er 6,3 kílómetrar fram og til baka. Róbert segir að leiðin sé vel stikuð. „Færðin var nokkuð góð en eins og oft á þessum tíma er ennþá smá drulla því jarðvegur á smá í land að þorna. Samt ekki það slæmt,“ tjáði Róbert Feyki.

Hann var að sjálfsögðu með myndavélina með sér og tók að venju magnaðar myndir á göngunni sem hann gaf Feyki góðfúslegt leyfi að birta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir