Jafntefli gegn Víkingi Ó.
Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti Víkingi Ó. á Hofsósvelli í gærdag. Mikið rok var á vellinum og Stólastúlkur byrjuðu leikinn á móti vindi og gekk erfiðlega að koma boltanum fram völlinn í fyrri hluta leiksins.
Gestirnir komust yfir í upphafi leiks þegar Zaneta Wyne kom boltanum í mark Stólanna á 5. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik en á 61. mínútu jafnaði Carolyn Polcari fyrir Stólana og staðan því orðin 1-1. Þremur mínútum síðar kom Gestheiður Guðrún Sveinsdóttir Víkingi Ó. aftur yfir, en það varði ekki lengi því fjórum mínútum síðar jafnaði Guðrún Jenný Ágústsdóttir fyrir Stólana. Staðan í lok leiks 2-2.
Næsti leikur hjá stelpunum verður laugardaginn 24. maí á Nettóvellinum. Þar mæta Stólastúlkur liði Keflavíkur og hefst leikurinn kl.14:00.
Áfram Tindastóll!
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.