Kjólasund í kostaveðri
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Listir og menning
10.04.2015
kl. 11.54
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir farandsýningu um kvenréttindabaráttu síðustu 100 ára í Íþróttahúsinu á Blönduósi. Í tilefni sýningarinnar efndi sunddeild Hvatar til kjólasunds í sundlaug Blönduóss í gær.
Konur jafn sem karlar, börn og unglingar, voru hvött til þess að mæta í hreinum kjól og taka þátt. Veðrið var gott og þátttakan góð, allir skemmtu sér vel, eins og sjá má á þessum skemmtilegu myndum frá Róberti Daníel Jónssyni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.