Kokkakeppni Árskóla

Kokkakeppni nemenda við Árskóla var haldin síðastliðinn fimmtudag, en keppt var um besta matinn, bragð og útlit. Í Árskóla er mikill áhugi á matreiðslu, en í ár voru fimm valhópar í matreiðslu og komust færri að en vildu. Markmiðið með matreiðslukennslunni er að bæta stöðu heimilisfræðinnar sem undirstöðugrein og auka virðingu og hróður fyrir faginu.

Mikil stemning myndast í kringum kokkakeppnina á hverju ári, en fyrst er haldin undankeppni þar sem allir nemendurnir í áfanganum taka þátt. Síðan er þeim nemendum sem komast upp úr undankeppninni skipt í fimm til sex hópa sem taka svo þátt í aðalkeppninni.

Að sögn Ástu Búadóttur var mikill metnaður í krökkunum og að allir þeir sem komu að keppninni væru sammála um að það væri hreint stórkostlegt að sjá einbeitinguna, áhugann og tilþrifin hjá þessum ungu matreiðslumönnum.

Dómararnir í kokkakeppninni í ár voru þau Eiður Baldursson matreiðslumeistari, Kristín Jónsdóttir matráður og Ólöf Hartmannsdóttir kennari.

Úrslitin voru þessi:

Í fyrsta sæti voru þær Elín Sveinsdóttir, Kolbrún Ósk Hjaltadóttir og Jóna María Eiríksdóttir. Þær buðu upp á Döðlufylltar kjúklingabringur.

Í öðru sæti voru þeir Halldór Broddi Þorsteinsson, Rúnar Ingi og Kristinn Freyr Brim. Þeir buðu upp á Vefjunesti (millimál meistaranna).

Í þriðja sæti voru þau Sunna Þórarinsdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir, Pálmi Þórsson og Elvar Hjartarson. Þau buðu upp á Lax með papríku og hesilhnetusalsa.

Undirbúningur, söfnun styrktaraðila og skipulag var í höndum Ásta Búadóttir kennara.

.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir