Konungur ljónanna í Bifröst

Frá æfingu á Konungi ljónanna. Mynd: Árskóli
Frá æfingu á Konungi ljónanna. Mynd: Árskóli

Í dag frumflytja nemendur 10. bekkjar Árskóla ævintýrið um konung ljónanna þar sem segir frá Simba og vinum hans. Eins og margir vita þráir Skari, föðurbróðir hans, völd og verður uppvís að miklum pólitískum undirróðursklækjum og kemur öllu konungsríkinu í miklar hremmingar. En spurningin er alltaf sú, tekst Simba að snúa heim úr útlegðinni og öðlast krúnuna sem hann sannarlega á tilkall til.  Sýnt verður alla daga í Bifröst fram á sunnudag.

Sýningar í Bifröst sem hér segir:

Þriðjudagur 26. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00)
Miðvikudagur 27. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00)
Fimmtudagur 28. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00)
Föstudagur 29. mars kl. 17:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-17:00)
Laugardagur 30. mars kl. 17:00 (miðapantanir frá kl. 14.00-17:00)
Sunnudagur 31. mars kl. 14:00 og 17:00 (miðapantanir frá kl. 12:00-17:00)

Miðaverð:
5 ára og yngri kr. 500,- Miðapantanir í síma 453-5216.
Grunnskólanemendur kr. 1000,- Vinsamlegast athugið að ekki er
Fullorðnir kr. 2000,- tekið við greiðslukortum.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á æfingu og fengnar hjá Árskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir