Líf og fjör á Lummudögum

Góð stemning var í miðbæ Sauðárkróks í gær og gerði margur góð kaup þegar skellt var upp götumarkaði í tilefni af Lummudögum. Fólk safnaðist saman við Sauðárkróksbakarí þar sem fullorðnir gæddu sér á ýmsum kræsingum á meðan börnin léku sér á nýjum leikvelli bakarísins sem mikla lukku á meðal barnanna.

Víða var boðið upp á lummur, hoppukastali við Minjahúsið fyrir yngstu kynslóðina og partýkerran á staðnum þar sem hægt var að fá andlitsmálningu. Þá var hörkustuð í loftboltafjöri sem var á lóðunum við blokkirnar við Víðigrund. Um kvöldið blönduðu grannar geði hver við annan í götugrillum og skemmtu margir sér vel fram eftir nóttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir