Ljósin tendruð á jólatrénu á Króknum -- Myndir

Þann 1. desember sl. voru ljósin á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki tendruð að viðsöddu fjölmenni þrátt fyrir kaldan norðanblástur og hríðarkóf. Ýmislegt var í boði til skemmtunar en  mest bar á söng en Leppalúði var hálf ringlaður enda búinn að týna hyski sínu. Eftir að Leppalúði hafði fundið nokkra rauðklædda syni sína var dansað í kringum jólatréð áður en mandarínurnar voru sóttar ofan í hvíta pokana og gefnir smáfólkinu. Að því loknu hvarf hver til síns heima enda kuldinn farinn að bíta í kinnar og tær.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá laugardeginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir