Myndir af Haferni Arnarasyni
Við sögðum frá því hér á Feyki.is um daginn að Haförn hefði verið að spóka sig í Skagafirðinum um daginn en ekki er hægt að segja að hann sé algengur á þeim slóðum. Við auglýstum eftir myndum ef einhver hefði verið svo heppinn að ná myndir af fuglinum og þær komu.
Það var Íris Olga Lúðvíksdóttir í Flatatungu sem tók myndirnar þriðjudaginn 13. apríl s.l. en hún sá hann fyrst sitjandi á steini rétt við Egilsárafleggjarann, sallarólegan.
.