Nokkur skot í vetrarstillu
Það hefur verið hið ákjósanlegasta veður síðustu daga til að munda myndavélar og fanga fagra vetrardaga á minniskort. Einhverjar myndir má finna hér í myndasyrpu sem ljósmyndari Feykis tók í Skagafirði nú um áramótin.
Annars gerir Veðurstofan ráð fyrir umtalsverðu frosti næsta sólarhringinn en á miðvikudag er gert ráð fyrir að hitastigið skríði upp fyrir frostmarkið og daðri við það næstu daga á eftir.
oli@feykir.is