Öskudagurinn er einn allra besti dagur ársins

Frá öskudegi 2923. MYNDIR: SG
Frá öskudegi 2923. MYNDIR: SG

Það var öskudagur í gær og hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum manninum. Alls konar karakterar, sumir sælir en aðrir all rosalegir, vappandi um göturnar með poka í hönd eða á baki. Síðan voru fyrirtæki og stofnanir heimsótt um allar trissur og sungið í skiptum fyrir eitthvað sætt.

Hér að neðan má líta nokkrar myndir sem Sigga í Nýprenti tók af þeim krökkum sem heimsóttu Nýprent og Feyki og fengu að launum fyrir sönginn Prins Póló eða Pez.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir