Óvenjulegt skýjafar í kvöldblíðunni í gær

Skýjafar í Skagafirði.  MYNDIR: ÓAB
Skýjafar í Skagafirði. MYNDIR: ÓAB

Það hefur um margt verið óvenjulegt þetta sumar sem okkur hér fyrir norðan hefur verið skaffað. Veðrið hefur verið allra handa og þannig hefur glansmynda-miðnætursólum í lognstillum verið skammtað í óvenju litlu magni. Í gærkvöldi, upp úr fréttum, voru þó margir sem tóku eftir óvenjulega mögnuðu skýjafari í kvöldsólinni eins og sjá má á myndbirtingum á samfélagsmiðlum.

Veðrið var ljúft í gærkvöldi, þegar ljósmyndari Feykis skaust út með myndavélina, þó hitinn væri nú í minna lagi. Hér á Króknum, þegar sólin skreið á bak við Stólinn, var eins og skýin væru eldtungur sem teygðu sig upp á himininn. 

Næsta sólarhringinn er spáð leiðinlegu veðri á landinu en ef marka má spárnar sleppum við ágætlega hér á Norðurlandi vestra undan vindi og regni. Skúraveðri er spáð í fyrramálið en veðrið á að batna talsvert eftir því sem líður á daginn. Það verður síðan bland í poka um helgina og gert ráð fyrir slyddu á Öxnadalsheiði á sunnudagskvöldið. 

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir