Sæluvikan sett í dag - Geirmundur Valtýsson sæmdur Samfélagsverðlaunum Skagafjarðar 2019

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki í dag að viðstöddum fjölda gesta. Regína Valdimarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar sagði frá sinni upplifun af hátíðinni sem nýlegum íbúa samfélagsins en hún flutti á Krókinn um jólin 2016.

Flutt voru tónlistaratriði þar sem ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar léku á hljóðfæri sín, Arnór Freyr Fjólmundsson á rafmagnsgítar og Ísak Agnarsson á harmonikku. Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2019 voru veitt en þau fengu hinn ástsæli tónlistarmaður Geirmundur Valtýsson.
Úrslit Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga voru ger kunn en þar átti Pétur Stefánsson, Slétthlíðingur í Reykjavík, besta botninn:
Vorið nálgast, vinda lægir
vermir sólin dal og grund.
Lóusöngur burtu bægir
böli vetrar hverja stund. 

Og Skarphéðinn Ásbjörnsson, Diddi Ásbjörns, bestu vísuna:
Veður sæinn röðull rótt
rjóður daginn langan.
Kveður snæinn foldin fljótt
fyllir bæinn angan.
Þá kynnti Sólborg Una Pálsdóttir myndlistarsýninguna „SÝN“ eftir Kristínu Ragnarsdóttur sem prýðir nú veggi Safnahússins.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá setningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir