Sjómannadagurinn á Hvammstanga í myndum

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Hvammstanga í gær og fóru hátíðarhöld vel fram. Til stóð að vera með helgistund við höfnina en vegna mikilla rigninga þurfti að flytja athöfnina í Selasetrið og áttu viðstaddir notalega helgistund innandyra. Að henni lokinni var lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sjómenn.

Líf og fjör færðist í höfnina þegar boðið var upp á í sjómannadagssiglingu um Miðfjörð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en það var BBH útgerð sem bauð öllum sem vildu um borð í Hörpu HU 4 og Selasiglingu ehf. í Brimil HU 18.

Slysavarnadeildin Káraborg var með sjómannadagskaffi og meðlæti í Húnabúð að siglingu lokinni og gafst gestum þá tækifæri á að kynnast starfseminni hjá Björgunarsveitinni Húnum, Slysavarnadeildinni Káraborg og Hvammstangadeild Rauða kross Íslands.

Anna Scheving fangaði fjölmörg skemmtileg augnablik sjómannadagsins á Hvammstanga og sendi Feyki til birtingar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir