Sól slær silfri á voga
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
26.03.2015
kl. 16.39
Jafndægur að vori var fyrir viku síðan, eða 20. mars. Þá eru dagur og nótt jafnlöng. Eftir umhleypingasaman vetur er rétt að grípa hvert tækifæri til að njóta veðursins og þrátt fyrir að frostið biti kinn var hressandi að bregða sér í morgungöngu á Króknum.
Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægurshringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Kristín S. Einarsdóttir, blaðamaður Feykis, tók meðfylgjandi myndir á morgungöngu um kl. 7 í morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.