Stóðsmölun í Laxárdal - Myndir

Hestur, hundur og maður. Haukur Suska Garðarsson og bestu vinir mannsins. Mynd: FE.
Hestur, hundur og maður. Haukur Suska Garðarsson og bestu vinir mannsins. Mynd: FE.

Síðastliðinn laugardag var hátíð í Austur-Húnavatnssýslu en þá fór fram stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Líkt og áður var fjölmennt í dalnum og góð stemning. Fjallkóngur var Skarphéðinn Einarsson, kórstjóri karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps með meiru, og sá hann um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni.

Í Feyki vikunnar er viðtal við Hauk Suska, bónda í Hvammi í Vatnsdal, og segir hann frá hestaferðaþjónustu sem hann rekur og undirbúningi fyrir ferðir með túrista í stóðréttir. "Ef þú vilt kynnast ekta dæmi á Íslandi þá mætir þú í stóðrétt," segir hann en hann var einmitt á leið í Laxárdalinn.

Jón Sigurðsson á Blönduósi mætti einnig í Dalinn og tók meðfylgjandi myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir