Stórkostlegt sjónarspil í háloftunum
Þau voru ótrúlega falleg norðurljósin sem blöstu við íbúum Norðurlands vestra í vikunni, eins og meðfylgjandi myndir frá Blönduósi, Lýtingsstöðum í Skagafirði, Skagaströnd og Víðidalstungu bera með sér. En Norðurljósin sáust með afbrigðum vel.
Í almanaki Háskóla Íslands segir að norðurljósin myndist þegar hraðfara rafagnir, aðallega rafeindir, komi inn í háloftin og rekast á frumeindir og sameindir gufuhvolfsins. Rafeindirnar koma ekki beint frá sólinni heldur úr segulhvolfi jarðar, þeim megin sem frá sólu snýr. Það er samspil rafagna frá sólinni og segulsviðs jarðar sem veitir rafeindunum þá orku sem þarf til að mynda ljósadýrðina.
Myndasmiðir eru Höskuldur Birkir Erlingsson Blönduósi, Evelyn Ýr Kuhne Lýtingsstöðum, James Kennedy Skagaströnd og Árborg Ragnarsdóttir Víðidalstungu. Feyki þakkar fyrir myndirnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.