Svipmyndir frá Goðamóti

Um síðustu helgi hélt 5. flokkur drengja á Goðamótið á Akureyri en þangað fara flestir yngri flokkar Tindastóls. Yfirþjálfari yngri flokka Tindastóls, Sigmundur Birgir Skúlason, var með 20 stráka í hópnum og því í nógu að snúast hjá honum og foreldrum sem fylgdu sínum ungum en mótið stóð frá föstudegi og fram á sunnudag.

Umfjöllun um ferðina á Goðamótið má finna í nýjasta Feyki eða í 9. tölublaði ársins 2010. Guðný Jóhannesdóttir tók myndirnar sem hér fylgja.

Fleiri fréttir