Svipmyndir frá Sjávarsælu á Sauðárkrókshöfn

Hetjur hafsins halda upp á sjómannadaginn í dag og aðrir landsmenn samgleðjast víðast hvar um landið. Hátíðarhöld hafa sett svip sinn á daginn og skemmtileg dagskrá í boði frá morgni til kvölds.

Hér má sjá myndasyrpu frá Sjávarsælu á Sauðárkrókshöfn. Þar var mikið líf og fjör og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Fjörið heldur áfram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld með sjómannadagsballi en þar verður boðið upp á fjölbreytt hlaðborð, skemmtun og dansiball með Hvanndalsbræðrum.

Feykir óskar sjómönnum til hamingju með daginn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir