Undirritað við hátíðlega athöfn á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
28.03.2015
kl. 13.23
Í gær var skrifað undir samning vegna Landsmóts hestamanna 2016 við hátíðlega athöfn á Hólum í Hjaltadal. Fjölmenni var við athöfnina sem stýrt var af formanni LH, Lárusi Á. Hannessyni. Hestamannafélögin í Skagafirði stóðu fyrir fánareið og Karlakórinn Heimir söng nokkur lög.
Ásamt Lárusi ávörpuðu samkomuna Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ingimar Ingimarsson og Jónína Stefánsdóttir formaður hestamannafélagsins Stíganda.
Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Feykis við athöfnina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.