Úthlutun úr Menningarsjóði KS
Í gær var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Alls hlutu 24 aðilar styrki til menningarverkefna eða menningarstarfsemi. Styrkirnir eru veittir tvisvar á ári, snemma sumars og í árslok.
01. Ágúst Brynjar Eiðsson
Fjárstuðningur til efniskaupa á blindrömmum og litum til listsköpunar
02. Héraðsbókasafn Skagfirðinga
Fjárstuðningur vegna málsþings um konur í Sturlunga.
03. Vígslubiskup Hólastiftis/ Guðbrandsstofnun
Fjárstuðningur vegna kostnaðar við sumartónleika sumarið 2014.
04. Vígslubiskup Hólastiftis/Guðbrandsstofnun
Fjárstuðningur vegna kaupa á skjá.
05. Marta Mirjam Kristinsdóttir
Fjárstuðningur vegna verkefna hjá samtökum Alþjóðlegra ungmennaskipta.
06. Sjóminjasafnið Hofsósi
Fjárstuðningur til reksturs og uppbyggingar á sjóminjasafninu.
07. Hallgrímskirkja í Saurbæ
Fjárstuðningur vegna útgáfu á bæklingi um fyrstu handrit Passíusálmanna.
08. Skotfélagið Ósmann
Fjárstuðningur vegna kaupa á efni og öðru tilfallandi til standsetningar á nýju félagsheimili á svæði félagsins á Reykjarströnd.
09. Júdódeild Tindastóls
Fjárstuðningur vegna kaupa á keppnisvelli .
10. Byggðasafn Skagfirðinga
Fjárstuðningur vegna kostnaðar við uppsetningu vefstaða og kennslu.
11. Íbúar Sauðármýri 3
Fjárstuðningur til að bæta aðgengi fyrir aldraðra.
12. Tónlistarhátíðin Gæran
Fjárstuðningur vegna tónlistarhátíðarinnar.
13. Leikfélag Hofsóss
Fjárstuðningur vegna uppsetningar á leikritinu Blúndur og blásýra.
14. Afkomendur Hallgríms Kristinssonar
Fjárstuðningur vegna uppsetningar á Hallgrímsstofu í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
15. Sturlungaslóð
Fjárstuðningur vegna endurútgáfu á útgefnu efni.
16. Sögufélag Skagfirðinga / Byggðasaga Skagfirðinga
Fjárstuðningur til að ljúka töku heimildarmyndar um gerð verkefnisins Byggðasaga Skagafjarðar.
17. Félag skógarbænda á norðurlandi
Fjárstuðningur vegna aðalfundar Landssamtaka skógareigenda á Íslandi
18. Rótaryklúbbur Sauðárkróks
Fjárstuðningur til útgáfu Króksbókar.
19. Félag harmónikuunnenda í Skagafirði
Fjárstuðningur vegna uppsetningar á sýningunni“Mannstu gamla daga 4“.
20. Kakalaskáli ehf.
Fjárstuðningur til áframhaldandi uppbyggingar Kakalaskála.
21. Jónsmessuhátíð á Hofsósi
Fjárstuðningur til að setja gamlar kvikmyndir yfir á stafrænt form til að hægt sé að sýna þær á Jónsmessuhátíðum á komandi árum.
22. Barokkhátíð á Hólum
Fjárstuðningur vegna „Barokkhátíðar sem haldin verður á Hólum í Hjaltadal.
23. Samgönguminjasafn Skagafjarðar
Fjárstuðningur í tilefni 10 ára afmæli safnsins.
24. Sveitarfélagið Skagafjörður
Styrkur til útgáfu ferðakorts af Austur-og Vesturdal og nágrenni í Skagafirði.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.