Vel mætt á áramótabrennuna á Sauðárkróki - Myndir

Þeir Árni Egilsson og Ágúst Guðmundsson voru flottir með blys í tilefni áramóta. Mynd: PF.
Þeir Árni Egilsson og Ágúst Guðmundsson voru flottir með blys í tilefni áramóta. Mynd: PF.

Veðrið norðanlands var alveg til fyrirmyndar á gamlársdag og það nýttu sér margir á Sauðárkróki þegar kveikt var í áramótabrennunni. Hún hefur til margra ára verið staðsett neðan iðnaðarhverfisins syðst í bænum. Kveikt var í brennunni klukkan 20:30 og flugeldasýning um klukkan 21. Blaðamaður náði nokkrum myndum á símann eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir