„Alrausn­ar­leg­asta út­hlut­un sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð“

Frá afhendingu matvælanna í síðustu viku. MYND AF MBL.IS
Frá afhendingu matvælanna í síðustu viku. MYND AF MBL.IS

Nú í vikunni munu um 700 heimili í Reykjavík og Reykjanesbæ fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands en maturinn er gjöf frá Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækja KS. „Þetta er mjög stór send­ing mat­væla sem verður dreift í Reykja­vík á mánu­dag og þriðju­dag og í Reykja­nes­bæ á miðviku­dag og fimmtu­dag. Þetta verður alrausn­ar­leg­asta út­hlut­un sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð,“ seg­ir Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar.

Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga og dótt­ur­fyr­ir­tæki af­hentu Fjöl­skyldu­hjálp Íslands fyrir helgi rúm fjög­ur tonn af mat­væl­um. Það er fyrsti hlut­inn af um 40 þúsund mat­ar­skömmt­um sem fyr­ir­tækið mun af­henda hjálp­ar­stofn­un­um vegna matar­út­hlut­un­ar fram til jóla.

Í send­ing­unni er mikið af fiski, kjöti og mjólk­ur­vör­um sem fyr­ir­tæk­in fram­leiða en einnig vör­ur sem fyr­ir­tækið hef­ur keypt til að bæta við. Haft er eftir Magnúsi Frey Jóns­syni, for­stöðumanns Mjólk­ur­sam­lags KS, að ekki sé gam­an að borða ham­borg­ara nema hafa brauð og fransk­ar. Fyr­ir­tækið sjálft fram­leiði ham­borg­ara og sós­ur en hafi keypt brauð og fransk­ar. Þá fylgi kart­öfl­ur fiski og súpu­kjöti.

Ásgerður Jóna seg­ir að vör­ur frá fleiri fyr­ir­tækj­um verði í jóla­út­hlut­un­inni, þegar að henni kem­ur, þótt vör­urn­ar frá KS verði uppistaðan. Hún segir jafnframt að við úthlutunina verði fyllsta sóttvarnaröryggis gætt, fólk sækir um á netinu og fær svo skilaboð um hvenær ná megi í vörurnar. Allt starfsfólkið er með grímur og hanska og ætlast er til að viðskiptavinir Fjölskylduhjálparinnar fari eins að. Þegar á staðinn er komið fær fólk svo matarpakkann sinn afhentan úti við.

Heimild: Mbl.is og Fréttanetið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir