Árshátíð hjá miðstigi Árskóla

Árleg árshátíð hjá miðstigi Árskóla, þ.e. 5., 6. og 7. bekk verður haldin í dag og á morgun í Bifröst á Sauðárkróki. Að vanda bjóða krakkarnir upp á fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af leik og söng úr ýmsum áttum. Krakkarnir verða með fjórar sýningar og eru þær sem hér segir:

Þriðjudagur 30. janúar kl. 17:00 og 20:00.
Miðvikudagur 31. janúar kl. 17:00 og 20:00. 

Miðaverðið er:
500 kr. fyrir börn á leikskólaaldri,
1.000 kr. fyrir grunnskólanemendur.
1.500 kr. fyrir fullorðna.

Miðasalan verður opin báða dagana í Bifröst frá kl. 14:00-18:00 og 19:00-20:00. Einnig er hægt að panta miða í síma 453-5216.

Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum en bent er á að hraðbankar eru staðsettir nálægt Bifröst. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir