Dagskrá Húnavöku 2025 er orðin opinber
Það styttist óðfluga í bæjarhátíð Húnabyggðar, Húnavöku, sem verður á Blönduósi dagana 16.-20. júlí. Að venju er mikið lagt í hátíðina, dagskráin fjölbreytt og viðamikil en að venju er laugardagurinn sneisafullur af alls konar. Þar má nefna torfærukeppni, froðurennibraut, markað, fjölskylduskemmtun, knattspyrnuleik, kótilettukvöld, tónleika og uppistand, brekkusöng og stórdansleik.
Dagskráin hefst fimmtudaginn 17. júlí með götugrilli við félagiðsheimilið og síðan rekur hver viðburðurinn annan. Dagskránni lýkur loks á sunnudegi með stofutónleikum í Heimilisiðnaðarsafninu. Allir íbúar í þéttbýli og dreifbýli Húnabyggðar eru hvattir til þess að skreyta í sínu nærumhverfi. Ætli aðalmálið sé svo ekki að hafa gaman. En hér fyrir neðan má sjá dagskrá Húnavöku 2025...
- - - - -
Fimmtudagur 17. júlí
Kl. 18-20 | Götugrill við Félagsheimilið á Blönduósi
Í boði Húnabyggðar og Kjarnafæði.
Húnabyggð og Kjarnafæði bjóða öllum íbúum og gestum Húnavöku í grillveislu. Nemendur árganga 1965, 1975 og 1985 (frá Húnavallaskóla og Grunnskólanum á Blönduósi), eru hvattir til að heyrast, mæta og standa grillvaktina. Allir að taka með sér stóla og borð. Barinn opinn í félagsheimilinu. Drykkir í boði Ölgerðarinnar.
Kl. 21-01 | Styrktarbingó meistaraflokks Kormáks/Hvatar
Í Félagsheimilinu á Blönduósi. Kl. 21:00-22:30 (húsið og barinn opinn til kl. 01:00). Húsið opnar kl. 20:30. Aðgangseyrir 2.000 kr. Eitt spjald innifalið. Auka spjöld kosta kr. 1.000. Uppboð á treyjum.
Föstudagur 18. júlí
Kl. 13-16 | Opið hús í TextílLabinu á Þverbraut
TextílLab er fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi. Starfsmenn Textílmiðstöðvarinnar sýna tæki og svara spurningum.
Kl. 13-17 | Héraðsbókasafn/Héraðsskjalasafn
Bókamarkaður og ljósmyndasýning. Mikið úrval af notuðum bókum. Ljósmyndasýning rúllar með gömlum myndum frá Blönduósi.
Kl. 15:30 -17:30 | VILKO vöffluröltið
Í boði VILKO og MS. Takið röltið og rennið á lyktina!
Kl. 17-19 | Veltibíllinn
Við íþróttamiðstöðina á Blönduósi (norðanmegin á móti Kjörbúðinni) . Ókeypis aðgangur.
Kl. 18 | Leikhópurinn Lotta
Á Þríhyrnunni (á túninu við gatnamót Árbrautar og Húnabrautar). Ókeypis aðgangur.
Kl. 18:00 -19:30 | Halli Guðmunds og hljómsveitin Club Cubano
Í Félagsheimilinu á Blönduósi. Club Cubano er skipuð blönduðum hópi tónlistarmanna undir listrænni stjórn Daníels Helgasonar en hann leikur á Tres gítar, orgel og rafgítar. Matthías Hemstock og Kristofer Rodriguez Svönuson sjá um kúbanska rythms á trommur og slagverk, og Steinar Sigurðarson leikur á tenor og sopran sax ásamt lagahöfundinum Halla á rafbassa. Húsið opnar kl. 17:30. Barinn opinn. Frítt inn.
Kl. 21 | Tónleikar - Dagur með Bóasi og Einari í Krúttinu (gamla bænum)
Dagur Sigurðsson, Bóas Gunnarsson og Einar Örn Jónsson flytja bestu lög tónlistarsögunnar og allir syngja með! Miðaverð 5.000 kr. Gildir líka í eftirpartýið. Húsið opnar kl. 20.
Kl. 23 | Eftirpartý í Krúttinu
Dagur, Bóas og Einar halda uppi stuði með skemmtilegum partýlögum sem allir þekkja. Miðaverð 3.000 kr.
Laugardagur 19. júlí
Kl. 10 | Húnavökumót BOREALIS í golfi
Á Vatnahverfisvelli. Skráning á www.golfbox.golftil kl. 19:00 föstudaginn 18. júlí. Mótsgjald kr. 4.000.
Kl. 10 | Skotfélagið. Markviss
Íslandsmeistaramót í Norrænu Trappi (Nordisk Trap). Skotnar verða 4 umferðir. Öllum er velkomið að fylgjast með framvindu mótsins.
Kl. 10-16 | Hótel Kríu Torfæran í Kleifarhorni
Fjórða umferð Íslandsmótsins í torfæru. Verð 3.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðasala á staðnum eða á stubb.is.
Kl. 11-12 | Froðurennibraut
Í brekkunni við Blönduóskirkju. Brunavarnir A-Hún sjá um að allir skemmti sér vel. Börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna.
Kl. 11-15 | Bókamarkaður og ljósmyndasýning
Í Héraðsbókasafninu/Héraðsskjalasafninu. Mikið úrval af notuðum bókum. Ljósmyndasýning rúllar með gömlum myndum frá Blönduósi.
Kl. 11-17 | Markaður
Fer fram inni í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi (gengið inn norðan megin á móti Teni)
- Pantanir á borðum sendist á hunavaka@hunabyggd.is.
- Kaffihúsastemmning í íþróttamiðstöðinni. Kvenfélögin í Bólstaðarhlíðar- og Svínavatnshreppi verða með kaffi og bakkelsi að sveitasið til sölu. Hægt að setjast niður og fá sér kaffi og með því og kaupa kaffibrauð í pokum.
- VILKO og PRIMA verða með sölu á helstu vörum sínum.
- Ýmsir aðrir söluaðilar.
Kl. 13-15 | Fjölskylduskemmtun
Aftan við íþróttamiðstöðina í boði Landsvirkjunar. Lalli töframaður, Elsa úr Frozen, Lára úr Láru og Ljónsa og VÆB.
Kl. 13-17 | Veltibíllinn.
Við íþróttamiðstöðina á Blönduósi (norðan megin, á móti Kjörbúðinni). Ókeypis aðgangur.
Kl. 15- 17 | Loftboltar, hoppukastalar, risatafl og nautabani
Atriði á skólalóð Húnaskóla. Ókeypis aðgangur.
Kl. 15- 17 | Forsala miða á ball
með Sveitamönnum og Sverri Bergmann í Félagsheimilinu á Blönduósi. Miðaverð í forsölu: 5.000 kr. Miðaverð við hurð: 6.000 kr.
Kl. 17 | Knattspyrnuleikur á Blönduósvelli
Leikur í 2. deild karla. Kormákur/Hvöt - KFA
Kl. 18 | Kótilettukvöld B&S í Eyvindarstofu.
Veislustjóri er Þórhallur Barðason sem leiðir einnig fjöldasöng við undirleik Héðins Sigurðssonar.
Kl.19:30-21 | Saga Garðars og Snorri Helga
Í bíósalnum í Félagsheimilinu á Blönduósi. Snorri spilar vel valin lög af sínum ferli. Eftir hlé tekur Saga við með uppistand. Miðaverð 5.990 kr. Forsala á tix.is. Miðasala við hurð á meðan húsrúm leyfir.
Kl.21-21:40 | Brekkusöngur
Sverrir Begmann og Halldór Gunnar halda uppi fjörinu aftan við íþróttamiðstöðina á Blönduósi í boði Landsvirkjunar. Höfum gaman og syngjum saman með Sverri og Halldóri.
Kl. 23-03 | Stórdansleikur með Sveitamönnum og Sverri Bergmann
Í Félagsheimilinu á Blönduósi. Forsala miða er í Félagsheimilinu á Blönduósi frá kl. 15 - 17. Miðaverð í forsölu er 5.000 kr. og 6.000 kr. við hurð. 18 ára aldurstakmark. Opinn bar.
Sunnudagur 20. júlí
Kl. 10 | Skotfélagið Markviss
Íslandsmeistaramót í Norrænu Trappi (Nordisk Trap) .Skotnar verða 2 umferðir. Öllum er velkomið að fylgjast með framvindu mótsins.Úrslit mótsins.
Kl.11-11:30 | Brúðubíllinn
á skólalóð Húnaskóla. Leikrit: Leikið með liti. Ókeypis aðgangur.
Kl. 11:30 | BMX brós
Námskeið á skólalóð Húnaskóla fyrir alla krakka. Ókeypis aðgangur. Þátttakendur koma með eigin hjól og hjálm.
Kl. 12-15 | Markaður í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi
Gengið inn norðan megin á móti Teni. VILKO og PRIMA verða með sölu á helstu vörum sínum. Ýmsir aðrir söluðailar.
Kl. 13 | BMX brós
Sýning á skólalóð Húnaskóla. Skemmtileg og kraftmikil sýning í boði Á ferð og flugi.
Kl.14-14:30 | Brúðubíllinn
Á skólalóð Húnaskóla. Leikrit: Uglan í trénu. Ókeypis aðgangur
Kl. 15 | Heimilisiðnaðarsafnið | Stofutónleikar Sigurdís Trio
Píanóleikarinn og söngkonan Sigurdís Sandra Tryggvadóttir frá Ártúnum, kemur fram með evrópska tríóið sitt. Þau flytja m.a. frumsamin verk Sigurdísar, innblásin af náttúru heimahaganna í Austur - Húnavatnssýslu. Eftir tónleika verður boðið upp á veitingar að hætti safnsins. Aðgangseyrir safnsins gildir, frítt fyrir 16 ára og yngri.
- - - - -
Birt með fyrirvara um villur og ófyrirséðar breytingar á dagskrárliðum.