Eldri nemendur Höfðaskóla lærðu um skyndihjálp

Karl Lúðvíksson leiðbeindi krökkunum um skyndihjálp. MYND AF VEF HÖFÐASKÓLA
Karl Lúðvíksson leiðbeindi krökkunum um skyndihjálp. MYND AF VEF HÖFÐASKÓLA

Í síðustu viku sóttu nemendur 9. og 10. bekkjar Höfðaskóla á Skagaströnd námskeið í skyndihjálp. Fram kemur á heimasíðu skólans að markmið námskeiðsins var að kynna nemendur fyrir grunnatriðum skyndihjálpar þannig að þau öðlist lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt. Það var Karl Lúðvíksson sem sá um kennsluna og þökkum við honum kærlega fyrir komuna. Hér má sjá fjölda mynda frá námskeiðinu og ekki annað að sjá en að nemendur hafi haft lúmskt gaman að þessu.

Á síðunni segir einnig að farið sé að síga á seinni hlutann á skólaárinu, „...tíminn æðir áfram og áður en við vitum af hringjum við út í sumarfrí. Það er þó margt framundan á þeim vikum sem eftir eru, sem dæmi má nefna er skólamyndataka, List fyrir alla, danskennsla, viðburðurinn Perlað af Krafti, vorferðir nemenda og margt fleira.

Það er alltaf nóg fyrir stafni í skólum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir